Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 103
á vali sóknarpresta, sem lög 44/1987 mæla fyrir um. Það er álit nefndarinnar, að
það fyrirkomulag hafi almennt reynst vel og menn séu sáttir við það. Sóknamefndir
hafi reynst færar um að axla þá ábyrgð, sem lögin leggja þeim á herðar og yfirleitt
hafi verið friður í kringum val á sóknarprestum eftir gildistöku laganna.
Aidrei hefur komið til almennra prestskosninga á grundvelli laga nr. 44/1987.
Engu að síður telur nefndin rétt að viðhalda heimild sóknarbama til að krefjast
almennra prestskosninga eftir val kjörmanna. Að mati nefndarinnar veitir hún
kjörmönnum aðhald og er nauðsynleg til öryggis, ef almenn óánægja er innan
prestakalls með val kjörmanna.
í frumvarpinu er mörkuð sú stefna, að ávallt sé skylt að auglýsa laus
prestaköll. Telur nefndin eðlilegt, að sama regla gildi um embætti sóknarpresta og
önnur opinber embætti hvað þetta varðar, sbr. lög um ríkisstarfsmenn nr. 38/1954,
5. gr. og að það sé réttlætismál bæði fyrir presta og sóknarböm, að allir þeir sem
áhuga hafa á starfi og fullnægja embættisskilyrðum eigi möguleika að sækja um
það. Með hliðsjón af því hefur heimild til köllunar verið breytt. Er gert ráð fyrir,
að köllun geti átt sér stað undir vissum kringumstæðum eftir að prestakall hefur
verið auglýst, sbr. 6. og 7. gr. frumvarpsins.
Nefndin leggur til, að nokkrar breytingar verði gerðar á framkvæmd
kjörmannavals, einkum með hliðsjón af því, að túlkun 2. og 3. gr. laga nr. 44/1987
hefur valdið vafa í framkvæmd. Einnig leggur nefndin til, að safnaðarfulltrúar og
varamenn þeirra séu einnig kjörmenn.
Lagt er til það nýmæli, að kjörmenn geti leitað umsagnar sérstakrar nefndar
um umsækjendur áður en val fer fram, sbr. 3. gr. frv. Nefndin verði skipuð þremur
mönnum. Einum fulltrúa biskups, einum fulltrúa guðfræðideildar Háskólans og
einum fulltrúa Prestafélags Islands. Nefndin skal meta hæfni umsækjenda til að
taka við þjónustu í hlutaðeigandi prestakalli með hliðsjón af menntun og
starfsreynslu þeirra. Umsagnir eru ætlaðar kjörmönnum til upplýsinga og stuðnings,
en eru ekki bindandi fyrir þá.
Umsagnir héraðsfunda um frumvarpsdrögin.
Frumvarpsdrögin voru send próföstum til framlagningar á héraðsfundum 1992.
Umsagnir hafa borist frá sex prófastsdæmum. Umsagnir eru í meginatriðum
jákvæðar. Engin gerir athugasemd við þá ákvörðun að viðhalda því
grundvallarfyrirkomulagi á vali, sem lög nr. 44/1987 byggja á. I öllum umsögnunum
er lýst stuðningi við þá stefnu, að ávallt skuli auglýsa laus prestaköll og þeim
breytingum sem gerðar eru á heimild til köllunar. I nær öllum umsögnunum er að
finna athugasemdir varðandi umsagnarnefnd, sbr. 3. gr. frv. Eru greinilega mjög
skiptar skoðanir um það, hvort slík nefnd eigi rétt á sér og hvernig hún eigi að
starfa. Er ýmist, að mönnum finnst ekki nógu langt gengið og að allar umsóknir
eigi að leggja fyrir nefndina, sem skuli að raða umsækjendum upp eftir mati á
hæfni þeirra til að gegna embætti eða mönnum finnst sem slík nefnd sé til óþurftar
eða að einungis eigi að leita umsagnar hennar fari meirihluti kjörmanna fram á
það. Innan nefndarinnar voru einnig skiptar skoðanir um hlutverk nefndarinnar, en
niðurstaðan varð sú að fara millileið, sem allir nefndarmenn gátu sætt sig við.
100