Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 106
Um 4. gr.
Fjallar um framkvæmd vals á kjörmannafundi.
Ekki er gert ráð fyrir, að biskup gefi kjörfundi umsögn um umsækjendur,
sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 44/1987 og athugasemdir við 2. gr. þessa frumvarps. I
stað þess geta kjörmenn óskað umsagnar nefndar skv. 3. gr. um umsækjendur.
Ekki er áskilið að viss fjöldi kjörmanna þurfi að samþykkja að leitað verði
umsagnar nefndarinnar, heldur nægir að einn kjörmanna óski þess. Osk um umsögn
skal lúta að öllum umsækjendum um prestakallið. Gert er ráð fyrir, að prófastur
kanni með formlegum hætti á kjörmannafundi, hvort óskað er umsagnar. í
framkvæmd er heppilegt, að prófastur sé búinn að kanna þetta fyrir kjörmannafund
til að flýta fyrir umsögn. Prófastur myndi þá ekki boöa kjörmannafund fyrr en
umsögn lægi fyrir.
3. mgr. er nýmæli. Kjörmenn hafa ekki varamenn. Greininni er ætlað að
tryggja, að sem flestir kjörmenn taki þátt í atkvæðagreiðslu, þó þannig að langvinn
forföll eða fjarvera af ásetningi fresti ekki vali til lengdar. Prófasti ber að ákveða
kjörmannafund með hliðsjón af því, að sem flestir geti sótt hann. Ef fresta þarf
kjörfundi, þar sem færri en 3/4 hlutar kjörmanna hafa sótt fund, er heppilegt að
prófastur tilkynni þegar á þeim fundi, hvenær nýr fundur skuli haldinn.
5. mgr. er óbreytt varðandi val, þegar umsækjandi er einn.
6. mgr. Felur í sér nokkrar breytingar á tilhögun vals, þegar umsækjendur
eru fleiri en einn, en orðalag 6. og 7. mgr. 3. gr. laga nr. 44/1987 hefur valdið vafa
í túlkun. Askilið er, að meirihluta atkvæða þurfi til að hljóta bindandi kosningu
í stað helmings. Nýmæli að í endurtekinni kosn-ingu skuli kjósa á milli allra sem
atkvæði fengu í fyrri um-ferð. Einnig nýmæli að kjósa skuli aftur, ef umsækjendur
eru tveir og hvorugur fær meirihluta. Kveður á um að ekki skuli kjósa oftar en
þrisvar, ef enginn fær hreinan meirihluta.
7. mgr. Óbreytt 9. mgr. 3. gr. laga nr. 44/1978.
Um 5. gr.
Kveður á um tímamörk ráðherra til að ákvarða veitingu til samræmis við 6.
gr. frv.
Um 6. gr.
Köllunarheimildin breytist með hliðsjón af því, að samkvæmt 1. gr. er lagt
til að ávallt skuli auglýsa laus prestaköll. Er lagt til, að köllun sé einungis heimil
eftir að prestakall hefur verið auglýst og þegar engin hefur hlotið bindandi val.
Gert er ráð fyrir að prestakall verði auglýst aftur að liðnum 4 mánaða frestinum
skv. 1. og 2. tl. Ef 3 tl. á við, ákvarðar ráðherra veitingu, ef kjörmenn hafa ekki
kallað prest innan tilskilins tíma. Ekki er útilokað, að kjörmenn geti kallað prest,
sem áður hefur sótt um prestakallið.
Um 7. gr.
Fjallar um framkvæmd köllunar. Felur ekki í sér miklar efnislegar breytingar
frá 7. gr. laga nr. 44/1987.
Við fyrri umræðu lagði sr. Jón Einarsson fram eftirfarandi breytingatillögur og
greinargerð með þeim:
103