Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 257
KIRKJUÞINGI SLITIÐ 1991
HÁTTVIRTIR KIRKJUÞINGSMENN, STARFSMENN OG GESTIR
Viö göngum nú til dagskrár síðasta fundar kirkjuþings árið 1991. Fjórtándi fundur er
hafinn og er aðeins eitt mál, sem bíður: Þingslit.
Hér hefur margt borið á góma á liðnum dögum, Mörg orð hafa verið sögð og
þingmál með mesta móti eða 35. Við höfðum ekki ævinlega verið sammála. Við því
býst víst enginn, sem þekkir til okkar. Við höfum heldur ekki á allan hátt haft uppi
sömu áherslur. Ekki einu sinni í flestum málum, að við höfðum talið aðeins eina leið
færa til góðrar úrlausnar.
Ég segi enn, þetta kemur engum á óvart, síst okkur sjálfum. Við mótumst af
umhverfi okkar og verkefnum heima fyrir. Hin margvíslegustu störf hafa verið skilin
eftir meðan þingið stóð og nú er horfið á ný til að sinna þeim. I því er styrkur
kirkjuþings, hve stór hluti íslensks samfélags á hér fulltrúa. Fjölbreytni viðfangsefna
tryggir yfirsýn og það með, að fleira en eitt sjónarhorn eykur möguleika farsællar
lausnar.
Við tökum slíkt sem sjálfsagðan hlut, þegar við tölum um þá þingfulltrúa, sem
leikmenn kjósa. En hið sama á líka við, í það minnsta að töluvert miklu leyti, þegar við
snúum okkur hér að fulltrúum presta og þeirra annarra, sem vegna skorts á heppilegra
orði, eru kallaðir lærðir. þetta sýnir ekki aðeins fjölbreytni íslensks samfélags, heldur
einnig fjölbreytnina, sem við gerum okkur þó ekki alltaf grein fyrir, að líka er að finna
meðal þeirra, sem sinna kirkjulegu starfi sem atvinnu.
En um leið og þetta er styrkur þingsins og ætti að tryggja sem besta yfirsýn, þá
veldur þetta líka því, að okkur ber að sýna nærfærni, tillitssemi og leggja okkur fram
í þeirri viðleitni að skilja annarra sjónarmið og vera fús til þess að setja okkur þar til
skoðunar, sem aðrir ráða viðmiðun.
Þetta er svo sem ekkert sérstakt vegna kirkjuþings og má reyndar með sanni
segja, að þetta sér frekar lýsing á lífinu sjálfu og hlutdeild okkar í því. Það er að segja,
þegar við áttum okkur á fleiru en hólnum okkar, sem ræður um víðsýni og mótun
okkar, sem oftar en ekki veldur skoðanavali.
Eða hafa ekki nýir þingfulltrúar, sem komu hér í fyrsta skipti eftir
kirkjuþingskosningar í fyrra fundið þetta? Þetta þing hefur sjálfsagt reynst þeim með
nokkrum hætti frábruðgðið því í fyrra. En ég er alveg viss um það, að aukinn skilningur
á starfi kirkjuþings er ekki síst fúsleikinn til þess að leitast við að skilja hvert annað og
virða skoðanir, þótt ekki sé endilega sjálfsagt um samstöðu.
Og þeir þingmenn, sem eiga mörg kjörtímabil að baki. Skyldu þeir bera þetta
þing saman við önnur, sem fá yfir sig annan blæ við það að hjúpur tímans sléttar út
misfellur og gerir það ljúft, sem kannski var aðeins rétt þægilegt -og skarpt, sem fyrr
þótt rétt þokkaleg framsetning?
254