Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 191
eöa settir prestar í þjóðkirkjunni.
3. Reglur um kosningarrétt hafa verið endurskoðaðar til samræmis við lög nr. 62/1990
og þátttaka leikmanna í kosningu aukin, sbr. 3. og 4. gr. frumvarpsins.
Samkvæmt 1. tl. hafa allir prestar, sem skipaðir, settir eða ráðnir eru á grundvelli
laga nr. 62/1990 kosningarrétt. Prestar, sem ráðnir eru af stofnunum eða söfnuðum hafa
samkvæmt þessu ekki kosningarrétt. Rök þykja til þess, að einungis prestar, sem
stjórnskipunarlega heyra undir biskup hafi kosningarrétt, auk þess sem erfitt getur
reynst að afmarka þ»ann hóp presta, sem ættu að hafa kosningarrétt og falla ekki undir
lög nr. 62/1990. Akvæði um kosningarrétt prestsvígðra manna, sem ráðnir eru til
sérstakra starfa innan þjóðkirkju á vegum kirkjuráðs, sbr. lokamálslið 1. töluliðs 2. gr.
laga 96/1980, hefur verið fellt niður. Reglur frumvarpsins um kosningarrétt miðast við
það, að þeir sem kosningarrétt hafi, séu í föstum stöðum innan þjóðkirkjunnar, en svo
yrði almennt ekki háttað um menn, sem ráðnir eru á vegum kirkjuráðs.
Þátttaka leikmanna í kjöri biskups var nýmæli í lögum 96/1980. Nefndin telur
heppilegt, að þeirri tilhögun laganna verði haldið, að kjörmenn leikmanna séu kosnir
á héraðsfundum, og leggur auk þess til að þeim verði fjölgað, þannig þeir verði tveir
úr hverju prófastsdæmi, en þrír úr þremur stærstu prófastsdæmunum, þ.e.
Reykjavíkurprófastsdæmunum tveimur og Kjalarnessprófastsdæmi. Með því móti verður
hlutfall leikmanna við kosningu, u. þ. b. einn á móti þremur, en hlutfallið er samkvæmt
núgildandi lögum einn á móti fimm.
Reglur um kosningarrétt við kjör vígslubiskupa eru hliðstæðar þeim reglum, sem
gilda við kjör biskups íslands, en takmarkast af vígslubiskupsumdæmi. Ekki er gert ráð
fyrir, að kennarar guðfræðideildar Háskóla íslands og starfsmenn biskupsstofu hafi
kosningarrétt við kjör vígslubiskupa. Vígslubiskupar hafa fyrst og fremst starfsskyldum
að gegna í sínu umdæmi og því hafa ekki verið talin rök til þess, að þessir hópar nytu
kosningarréttar við kjör þeirra. Vegna mismunandi stærðar vígslubiskupsumdæmanna
yrði vægi atkvæða þeirra einnig mjög mismunandi í hvoru umdæmi fyrir sig.
4. Varðandi kosninguna sjálfa er gerð sú grundvallarbreyting, sem áður var vikið að, að
kosið skuli milli tilnefndra biskupsefna. Þeir sem standa að hverri tilnefningu skulu eigi
vera færri en 10 af hundraði þeirra, sem eru á kjörskrá. Þessari breytingu er ætlað að
stuðla að því kosninganiðurstöður verði afdráttarlausari. Til greina hefði komið að
byggja á umsóknum eða framboðum til biskupskjörs með reglum um meðmælendur, en
slíkar hugmyndir virðast ekki njóta fylgis innan kirkjunnar, sbr. umfjöllun kirkjuþings
1990, sem gerð var grein fyrir hér að ofan og er því farin þessi millileið. Að öðru leyti
hafa ekki v^rið gerðar miklar breytingar á reglum um framkvæmd kosningarinnar.
Nýmæli er, að ef aðeins maður er tilnefndur, sé hann rétt kjörinn biskup án
atkvæðagreiðslu.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
I greininni er kveðið á um, að lögin taki bæði til kosningar biskups íslands og
vígslubiskupa.
188