Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 60
Kirkjuþing 1991
Af vettvangi Biblíuþýdingar
Eins og kirkjuþingsmönnum er kunnugt var hinn 1. október 1990
undirritaður samstarfssamningur milli Hins íslenska Biblíufélags og
Guðfræðistofnunar Háskóla Islands um þýðingu Gamla testamentisins.
Jafnframt var gerður samningur við dr. Sigurð Öm Steingrímsson um
að vinna áfram að þýðingunni, en hann hafði verið ráðinn til þess verks
af Hinu íslenska Biblíufélagi haustið 1988. Samningurinn er í því fólginn
að Guðfræðistofnun annast mannaráðningar og ber faglega ábyrgð, auk
þess sem hún leggur til starfsaðstöðu, en Hið íslenska Biblíufélag greiðir
allan kostnað og hefur yfirumsjón með verkinu. Til að annast þá umsjón
var skipuð framkvæmdanefhd, sem biskup Islands,forseti Hins íslenska
Biblíufélags, er formaður fyrir, en auk hans sitja í nefhdinni fulltrúi
Guðfræðistofnunar, Jón Sveinbjömsson prófessor; formaður
þýðingarnefndar, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor; aðalþýðandi, dr.
Sigurður Öm Steingrímsson og séra Sigurður Pálsson framkvæmda-
stjóri Hins íslenska Biblíufélags.
Stjórn Hins íslenska Biblíufélags skipaði einnig þýðingamefnd og setti
henni erindisbréf þar sem kveðið er á um hlutverk nefndarinnar sem er
m.a. að taka við tillögum að þýðingu bóka Gamla testamentisins úr
höndum þýðenda og málfarsráðunauta; að fara vandlega yfir textann
einkum með tilliti til íelensks málfars og ganga frá endanlegum texta í
samvinnu við þýðendur og málfarsráðimauta og að sjá um kynningu á
þýðingunni.
Rétt er að undirstrika að stjórn Hins íslenska Biblíufélags hefur
markað þá meginstefnu, að hin nýja þýðing skuii vera kirkjubiblía sem
ætluð er til notkunar við helgihald, taki hvað stíl varðar og málfar tillit
til breiðs lesendahóps og grimdvallist á íslenskri bibKuhefð.
Formaður þýðingamefndarinnar er eins og áður sagði,dr. Þórir Kr.
Þórðarson prófessor, en hann var tilnefndur í nefndina af guðfræðideild
Háskóla Islands. Aðrir í nefndinni em séra Arni Bergur
Sigurbjörnsson, tilnefndur af Hinu íslenska Biblíufélagi, dr. Guðrún
Kvaran, tilnefhd af Islenskri málnefnd, dr. Gimnar Kristjánsson,
tilnefhdur af biskupi og dr. Gunnlaugur A Jónsson, tilnefndur af
Guðfræðistofnun. Séra Sigurður Pálsson starfar sem ritari
nefndarinnar.
Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor forfallaðist vegna veikinda um mitt
þetta ár og hefur dr. Guðrún Kvaran gegnt stöðu formanns í forfóllum
hans.
Málfarsráðunautur dr. Sigurðar Arnar við þýðingu Konungabóka,
Krönikubóka og Samúelsbóka var ráðinn séra Heimir Steinsson.
Þann 1. október s.l. var staða þýðingarmála þarrnig, að dr. Sigurður
Öm hafði lokið við að þýða báðar Konungabækur, báðar Krönikubækur,
báðar Samúelsbækur og Jósúabók og var að leggja síðustu hönd á
þýðingu Esra og Nehemía. Áður hafði dr. Sigurður Örn þýtt Rutarbók og
dr. Þórir Kr. Þórðarson Jónas. Nú í haust var dr. Jón Gunnarsson, sem
57