Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 97
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar verður heimil og fer um hana samkv. ákvæðum
laga um kosningar til Alþingis, eftir því sem við getur átt.
9. gr.
Ákvæði þessarar greinar eru að hluta til samhljóða ákvæðum 9. gr. gildandi laga.
Hér er þó kveðið á um það, að kjörstjórn skuli telja atkvæði strax og kjörfundi lýkur
og úrskurða þau. Jafnframt er nýmæli, að kjörstjórn skuli birta úrslit kosninga í
fjölmiðlum strax að lokinni kosningu. Ekkert ákvæði er í gildandi lögum um það,
hvenær eða hvernig úrslit skuli birt.
10. gr.
Hér eru sett skýrari ákvæði um það en eru í gildandi lögum, hvenær
kirkjuþingsmaður verður vanhæfur til þingsetu, svo að varamaður taki við.
11. gr.
Greinin fjallar um kærur vegna kosninga og meðferð þeirra. Lagt er til, að
kjörstjórn úrskurði kærur, en vísi þeim ekki til úrskurðar kirkjuþings eins og er í
gildandi lögum. Þá er lagt til, að úrskurði kjörstjómar megi skjóta til
kirkjumálaráðherra, og er í þeim efnum höfð hliðsjón af ákvæðum laga um
biskupskosningu nr. 96/1980.
12. gr.
Greinin fjallar um kostnað vegna kosninga til kirkjuþings. Nú greiðir ríkissjóður
allan kostnað, sem er mjög mikill, meðal annars póstkostnaður. Þar sem lagt er til, að
kosningar fari nú fram heima í hverju kjördæmi, virðist eðlilegt, að héraðssjóðir beri
helming kostnaðar á móti ríkinu.
13. gr.
Þessi grein er óbreytt frá 12. gr. gildandi laga að öðru leyti en því, að lagt er til,
að kirkjuþingi sé heimilt að ráða sérstakan þingritara. Er það í samræmi við það, sem
verið hefur í reynd mörg hin síðari ár.
14. gr.
Þessi grein óbreytt frá 13. gr. gildandi laga að öðru leyti en því, sem segir í
niðurlagi greinarinnar um samþykkt kirkjuþings um innri málefni kirkjunnar. Þar er
lagt til, að í stað orðanna: "fyrr en þær hafa hlotið samþykki prestastefnu og biskups"
komi orðin: "fyrr en þær hafa hlotið umfjölllun prestastefnu og staðfestingu biskups."
Hér er vissulega um nokkra efnisbreytingu að ræða. Skilja má ákvæði gildandi laga
þannig, að hver þessara þriggja aðila: kirkjuþing, preststefna og biskup, geti haft
neitunarvald. Lagt er til að gera þessi ákvæði skýrari og ótvíræðari að því er til
kirkjuþings tekur.
94