Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 218
Er það skoðun flutningsmanns að þegar í stað þurfi að skipa nefnd á vegum
kirkjunnar er vinni að stofnun og starfrækslu þessara athvarfa er hafi með höndum
þessi brýnu verkefni í samráði við geðlækna og annað hjúkrunarfólk er fengið hefir
menntun í meðferð geðsjúkra.
Ólafur Ólafsson, landlæknir lýsir þessu ástandi í málefnum þessa utangarðsfólks
í grein sem hann skrifar í Axið, málgagni Krýsuvíkursamtakanna, en hann segir er hann
var spurður um þau meðferðarúrræði, sem hann sæi, fýrir verst stöddu
vímuefnaneytendanna,, Það vill enginn hýsa þetta fólk, sem Krýsuvíkursamtökin taka
við, síðan bætir hann við. "Lausnin í dag er því miður engin nema fangelsið, eða bara
strætið. Það hefir algjörlega vantað stofnun fyrir fólk, sem er komið af unglingsaldri
og er orðið mjög illa farið andlega og líkamlega. Þetta fólk er útskúfað af heimilum
sínum, sem ekki eru í stakk búin til þess að veita þeim afdrep og skjól. Það á því
hvergi heima í þjóðfélaginu. Oft hafa þessir einstaklingar hlotið brenglað uppeldi. Þeir
hafa brotnað niður á unga aldri og aldrei náð að byggja upp sjálfsþekkingu og
sjálfsvirðingu.
Enduruppeldi er það sem þarf, á því er enginn vafi. Það þarf að kenna þessum
einstaklingum að umgangast annað fólk á eðlilegan hátt, mynda tilfinningasambönd við
aðra og ná grunnmenntun. Þessu til viðbótar þarf síðan auðvitað að veita þá meðferð
og hjálp sem nauðsynleg er til að einstaklingurinn geti orðir nýtur þegn síðar meir".
Þetta voru orð Landlæknis um það alvarlega ástand er myndast hefir í málum
þessa utangarðsfólks þjóðfélagsins sem svo er nefnt.
Enn er ónefnd sú vá, sem aukist hefir meðal þessa fólks, en það eru sjálsvígin,
sem orðin eru yfirþyrmandi í íslensku þjóðfélagi, meðal næst hamingjusömustu þjóðar
heims, sem svo hefur verið nefnd.
Á almennum fundi, er haldinn var á vegum Læknafélags Reykjavíkur í
Háskólabíói í samvinnu við Landlæknisembættið í mars á þessu ári, hélt Sigmundur
Sigfússon geðlæknir á Akureyri erindi, er hann nefndi "Um lífsvilja ungs fólks"
Þar ræðir ræðumaður m.a. um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir ungs fólks. Hann
telur, að fjöldi sjálfsvíga meðal ungra íslenskra pilta hafi tvöfaldast. Ef árunum frá 1951
til 1989 er skipt í tvö tímabil, hið fyrra 20. ára tímabil en hið síðara 19. ára tímabil
kemur í Ijós að samkvæmt opinberum dánartölum sviptu sig lífi á fyrra tímabilinu 44
ungmenni yngri en 25. ára, þar af 39 piltar á síðara tímabilinu 103 ungmenni á sama
aldri, þar af 96 piltar.
Tæplega helmingur þessara ungmenna var undir tvítugu.
Talið er að yfirleitt megi bæta fjórðungi við slíkar opinberar tölur um sjálfsvíg,
þar sem sum skráð slysadauðsföll séu í raun dulin sjálfsvíg.
Fjölgun sjálfsvíga meðal íslenskra pilta varð mest árið 1975. Lítið eitt hefur
dregið út tíðninni á síðasta 5. ára tímabili.
215