Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 19
BISKUPSSTOFA
Á biskupsstofu hafa orðiö nokkrar breytingar. Sú stærst, að fræðslustjóri, séra
Bernharður Guðmundsson hefur fengið launalaust leyfí í íjögur ár til að gegna
forystustarfí á vegum Lútherska heimssambandins í Genf. Er hann fyrsti Islendingurinn,
sem ráðinn er þar til starfa. Fögnum við því, að séra Bemharður hefur tekið að sér
þessi störf, en söknum atbeina hans í þeim málum, sem hann hefur sinnt af miklum
áhuga og dugnaði. Er með ólíkindum, hve hann hefur komið víða við. Hann gjörþekkir
mál kirkjunnar bæði hér heima sem erlendis. Fylgja séra Bernharði og frú Rannveigu
Sigurbjömsdóttur góðar bænir og þakkir.
Við stöðu séra Bemharðs hefur tekið dr. Bjöm Bjömsson, prófessor og er í leyfi
frá störfum sínum við Háskóla Islands. Tel ég það mikinn feng að hafa fengið dr.
Bjöm til að leiða störf fræðsludeildar. Mun hann einnig leggja nýjar línur með áherslu
á fullorðinsfræðslu.
Séra Magnús Erlingsson hefur verið kallaður til starfa í Ísaíjarðarsöfnuði og eru
honum einnig þökkuð giftudijúg störf á sviði bama- og æskulýðsmála. Vann hann
mikið og gott verk að könnun á bamastarfi kirkjunnar með bamafræðslunefnd. Kemur
þar margt fram, sem gott er að hafa til viðmiðunar, er starfíð er skipulagt og skoðað.
Við starfí séra Magnúsar tekur Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og með komu
hennar standa vonir til, að aukin áhersla verði lögð á þjónustudeildina í þeirri tvíþátta
deild fræðslu- og þjónustu.
Þá hefur einnig komið til starfa frú Málfríður Finnbogadóttir og sinnir ýmsum
störfum, sem frú Bima Friöriksdóttir annaðist. Mun Bima þó áfram hafa umsjón með
útvarpsmessum o.fl.
Aðalsteinn Steindórsson, eftirlitsmaður kirkjugarða lætur af embætti við lok þessa
árs, sökum aldurs. Staða hans hefur verið auglýst. Fer það ekki fram hjá neinum, sem
ferðast um landið og skoðar kirkjugarða, hve mikið hefíir munað um leiðbeiningar og
eftirlitsstarf Aðalsteins. Færi ég honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf.
Er hinum nýju starfsmönnum fagnað og þeim eldri þakkað.
SAGA KIRKJUÞINGS OG KIRKJURÁÐS
Séra Magnús Guðjónsson vinnur að ritun sögu kirkjuráðs og kirkjuþings og
standa vonir til að unnt verði að gefa eitthvað af því út á næsta ári. í skýrslu séra
Magnúsar um störf sín, segir hann: 'Á fundi kirkjuráðs 17. sept. 1989 vakti biskup máls
á því, að verðugt væri að hefja ritun sögu kirkjuráðs og kirlquþings, þar sem framundan
væm merkisár í sögu þeirra. Stefnt er að því að ljúka ritun þessarar sögu 1992. Þá
eru 60 ár frá því kirkjuráð kom fyrst saman, eða þriðjudaginn 11. október 1932. Lögin
um kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar eru frá 3. júní 1957, á næsta ári eru því 35 ár frá
samþykkt þeirra. Almennt kjör til kirkjuþings fór fram sumarið 1958 og kirkjuþing kom
fyrst saman laugardaginn 18. október 1958."
16