Gerðir kirkjuþings - 1991, Qupperneq 38
þá frumköllun, að þjóna fólki á sem skilvirkastan hátt á hverri
nýrri^tíð og í samræmi við starfsaðferðir sem gefast best.
Árið 1988 var skipuð nefnd, svokölluð "framtíðarnefnd," til
að endurskoða starf Skálholtsskóla. I henni sátu Guðrón
Halldórsdóttir, tilnefnd af skólanefnd, Gunnlaugur Finnsson,
tilnefndur af kirkjuráði, og Stefán Olafur Oónsson, tilnefndur af
menntamálaráðuenyti. I ljósi tillagna nefndarinnar samþykkti
skólanefnd nýja stefnu fyrir starf Skálholtsskóla. Verkefni
skólans voru tengd þremur frumþáttum, sem bundnir eru af lögum um
skólann: þjóðkirkja, þjóðmenning fortíðar, þjóðlíf samtíðar. I
þessu felst, að skólanum var sem áður ætlað að starfa á kristnum
grundvelli og efna til náms um þætti, sem efla trúar- og
kirkjulíf. Skólanum var einnig ætlað að vera aðveituæð fyrir
íslenska menningu fortíðar. I því felst og að skólanum var og er
ætlað að þjóna samtíðarmenningu dyggilega, með því að vera
vettvangur um samræður um strauma og stefnur og leitast við að
veita kristinni lífssýn og menningu fortíðar á skapandi hátt í
deiglu samtíðar. Skálholtsskóla er ætlað að vera menningarleg
kirkjumiðstöð.
Heimildir til breytinga
Farið var á fund Birgis Isleifs Gunnarssonar, þáverandi
menntamálaráðherra, í júnímánuði 1988. Var þess farið á leit við
hann, að hann heimilaði skólanum að fella niður heimavistardeild
1988-89 og að hluti launafjár yrði nýttur til viðgerða. Varð hann .
við þessari ósk og samþykkti þær áherslubreytingar í
skólastarfinu, sem komu fram í beiðni skólans, enda væru þær í
samræmi við lög um Skálholtsskóla. Var um það sameiginlegur
skilningur að ef tilraun heppnaðist yrði haldið áfram á sömu
braut. Voru fjárveitingar til skólans vegna 1989 í samræmi við
þennan samning. Hins vegar var dregið úr fjárveitingum til
skólans 1990. Tillaga um niðurskurð gerð af fjárveitingarnefnd en
ekki ráðherra og skotið inn fyrir lokaumræðu um fjárlagafrumvarp
1990. Þegar í byrjun árs 1990 var farið á fund Svavars
Gestssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og ræddur fjárhagsvandi
skólans sem og stefnumörkun. Samþykkti ráðherra umleitan skólans
sem og stefnumörkun. Ekki fékkst þó aukafjárveiting á árinu og
varð skólinn að ganga á byggingarsjóð sinn til að ná endum saman
það ár. Hins vegar sá ráðherra til þess, að skólinn nyti
eðlilegara fjárveitinga 1991. Núverandi menntamálaráðherra,
Olafur G. Einarsson, hefur hins vegar ekki gert tillögu um neina
fjárveitingu til skólans á næsta ári í frumvarpi til fjárlaga
1992, en hefur hins vegar gefið munnleg loforð um fjárveitingar
til að ljúka skólaári til vors og ennfremur áfram út
almanaksárið, enda verði stefnumörkun skólans samþykkt af öllum
réttum umfjöllunaraðilum. Þá er vert að minnast á, að skólahalds
í Skálholti er getið í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar og að
móta eigi framtíðarstefnu skólans.
Fjölgun þátttakenda í starfi Skálholtsskóla
Hikil fjölgun hefur orðið á aðsókn að skólanum á síðustu
árum. Skólinn þjónar nú um fjögur þúsund manns á ári. Hér á eftir
fer samantekt um aðsókn að námskeiðum og ráðstefnum skólans.
Greint er á milli þess, sem skólinn stendur fyrir einn eða í
samvinnu með öðrum, og nefnd eru Ská1hy1tinganámskeið, og hins,
sem eru gestanámskeið. Vöxtur liðinna ára er nærri 25% milli ára,
35