Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 108
GREINARGERÐ
Sú breytingartillaga við 3. gr. gildandi laga, sem hér er lögð fram, er
samhljóða samþykkt héraðsfundar Borgarfjarðarprófastsdæmis frá 13. þessa
mánaðar, en héraðsfundurinn hafði til umfjöllunar frumvarp hinnar stjórnskipuðu
nefndar samkvæmt beiðni þar um. Flutningsmaður er andvígur því ákvæði, sem
fram kemur í 3. gr. frumvarpsins þess efnis, að kirkjumálaráðherra skipi nefnd,
"sem skal gefa umsögn um umsækjendur, komi fram ósk um slíka umsögn á
kjörmannafundi." Oeðhlegt er, að kjörmenn, jafnvel einn kjörmaður, geti óskað
slíkrar umsagnar, eftir að til kjörfundar hefur verið boðað og hann haldinn.
Flutningsmaður er andvígur því að fella niður umsögn biskups um
umsækjendur, svo sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Telja verður slíkt afar óeðlilegt.
Bent skal á, að hafa verður hliðsjón af ákvæðum laga um skipan prestakalla og
prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju íslands nr. 62/1990. (Sjá 17. gr.)
Varðandi tillögu um að fella niður ákvæði um almennar prestskosningar sbr.
5. gr. gildandi laga, er bent á, að til þess hefur ekki komið þau ár, sem lögin hafa
verið í gildi. Telja verður afar óæskilegt, að til slíkra kosninga kæmi, eftir að val
hefur farið fram. Það mundi valda sundrungu og leiðindum í viðkomandi söfnuði.
Málinu ásamt breytingartillögum vísað til löggjafarnefndar
(frsm. dr. Einar Sigurbjörnsson).
Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingum.
1. gr. frv. verði samþykkt.
2. gr. verði óbreytt frá gildandi lögum, en eftir 1. málslið 1. málsgreinar bætist
setningin:
Þegar guðfræðikandidat sækir fyrsta sinni um prestakall, skal biskup senda
kjörmönnum umsögn sína og umsagnir þeirra presta og prófasta sem
kandidatinn starfaði með í starfsþjálfunartíma sínum, sbr. 3.tl. 16. gr. og 17.
gr. laga nr. 62/1990.
3. gr. frv. falli burt.
4. gr. frv. = 3. gr. laga verði óbreytt frá gildandi lögum nema viðbætist setningin:
Biskup setur nánari reglur um framkvæmdina og skal þar m.a. taka fram um
umsóknargögn og um kynningu á umsækjendum innan prestakalls.
5. gr. frv. verði samþykkt.
105