Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 258
Það sem ég er að fara með þessum vangaveltum er einfaldlega viðurkenning mín
á því, að við erum ólík, jafnt að upplagi sem mótun, starfi sem viðhorfum og tökum
allt slíkt með okkur hingað til þingstarfa. Og þetta er gott og eins og það á að vera.
Við ráðum ekki einu sinni öllu, sem beint snertir okkur sjálf, hvað þá því, sem aðrir
vilja setja á oddinn.
Og hefur ekki hvað síst verið áberandi í því, sem fjölmiðlar hafa sýnt þjóðinni
í svipmyndum af störfum okkar og viðfangsefnum. Þar réðum við ekki nema mjög litlu
um það, hvað haft var efst á baugi. Og þótti mér það nokkuð furðulegt í einum
leiðaranna, sem var vitnað til hér utan dagskrár í fyrradag, ekki öllum til mikillar gleði,
að þar var sagt, að það sem einkenndi störf kirkjuþings væri masið um veraldlega hluti
peninga og eignir. Þetta ýtti við mér, svo að ég fór að fara af meiri nákvæmni yfir mál
en ég hefði annars gert nú en látið bíða síðari tíma. Og get ég þakkað það næmleika
kirkjuráðsmannsins, sem rétti okkur leiðarann, að ég fékk þannig tækifæri til að sjá
sjálfan mig og þar með ykkur hin líka í þeim spegli, sem ritstjórinn hélt upp að okkur.
Og hve langt mynd hans er frá þeim raunveruleika, sem þingið birtist mér í. Og
vitanlega kemur okkur þetta ekki á óvart. Blöðin framar flestum gefa sér viðfangsefni
og líta þau út frá ákveðnum forsendum. Þetta líkar okkur yfirleitt ekki, en föllum þó
alloft fúslega og títt í þessa sömu gröf sjálf og lítum allt eða viljum líta allt eftir eigin
uppskrift.
Mér birtist þingið í miklum fjölbreytileik. Ekki fyrir þær sakir einvörðungu, að
málin voru svo mörg, heldur um hvað þau fjölluðu. Þar voru mál, sem vöktu athygli og
þóttu sanna að kirkjan væri ekki fjarlæg hversdagslífi fólks. Þar voru önnur kynnt, sem
voru til þess ætluð að gera líf manna og tilveru á einhvern hátt þægilegri og líka til
þess að gera okkur grein fyrir því, hvar skórinn kreppir og hvar við getum lagt smyrsi
kirkjunnar að aumri und. Og ég mátti jafnvel á ný sjá sjálfan mig sem einhvern Davíð,
sem væri að slöngva smávölum í átt til risans. Eða var það ekki það, sem umfjöllun
fréttamanna og fólks sýndi okkur í viðbrögðum, þegar ríkisvaldið viðurkenndi loksins
ranga stefnu og lofaði að laga áttavitann?
En einkennilegt væri það, ef þau mál hefðu ekki líka verið fyrirferðarmikil, sem
snéru beint að kirkjunni sjálfri, hvort heldur var um að ræða svokölluð innri eða ytri
mál - og reyndar ekki alltaf létt um rétta túlkun, eða hvort slíkur aðskilnaður í ytra
og innra á nokkurn rétt á sér, þar sem kirkjan er.
Og er ég þar kominn að því, sem ég vildi hafa eitt sagt að lokum þessa þings.
Við vildum öll, án nokkurrar undantekningar fá það eitt fram, sem hollusta okkar og
hlýðni við kall Krists býður okkur. Við erum ólík, eðlilega, við leggjum misjafnlega
þungt til mála og á mál, en þegar allt er skoðað með þeim einum sjónglerjum, sem
sýna rétta mynd, þá erum við eitt, af því að hann er einn, sem við lútum, Jesús Kristur.
Honum verður ekki frekar skipt nú en þegar Páll var að tala um eining trúar þrátt
fyrir margbreytileik trúboða. Og ef við höfum það ævinlega í huga, þú erum við að
rétta kirkjnni okkar það framlag, sem eins er af okkur krafist og við getum verið örlítið
stolt af.
255