Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 23
starfi fólks og létta undir með því.
Það eru hins vegar mikil vonbrigði, að ekki skuli fleiri söfnuðir ætla að feta í fótspor
þeirra tveggja, er urðu brautryðjendur í vor, að því er vonir stóðu til. Itrekaður
stuðningur kirkjuþings við þessa hugmynd er mikils virði og verður hvatning þeim
söfnuðum, sem búa það vel, hvað húsnæði áhrærir, að þeir gætu veitt þessa þjónustu.
Einnig má benda á það, að ekkert er því til fyrirstöðu, að söfnuðir leigi húsnæði og í
fyrrgreindum dæmum studdi Reykjavíkurborg starfsemina.
10. mál: Um þióðmálanefnd.
Biskup skipaði fimm manna nefnd til fjögurra ára samkvæmt samþykkt síðasta
kirkjuþings. Kirkjuráð tilnefndi Hólmfríði Pétursdóttur, guðfræðideild tilnefndi
dr. Bjöm Björnsson, leikmannastefna tilnefndi Helga Hjálmsson, stjóm Prestafélags
Islands tilnefndi Baldur Kristjánsson og biskup séra Þórhall Höskuldsson og er hann
formaður nefndarinnar.
Mun nefndin vinna tillögur að starfi nefndarinnar og leggja fyrir kirkjuþing og kirkjuráð.
Fjárframlög til starfsins verða ákveðin við úthlutun úr sjóðum kirkjunnar.
11. mál: Athugun á diáknaþjónustu í kirkiunni.
Djáknanefnd svokölluð fjallaði um þessi mál og gaf skýrslu á síðasta kirkjuþingi. Var
þar þallað um samræmingu þjónustunnar og menntunarmöguleika. Nefndin starfar enn
og veitir upplýsingar, þeim sem áhuga kunna að hafa á djáknanámi. Er ekki vafi á því,
að kirkjunni mundi gagnast vel slík þjónusta.
15. mál: Um réttindi og skvldur starfsmanna kirkju og safnaða.
Kirkjuráð vísaði þessu máli til skrifstofustjóra biskups. Var forráðamönnum safnaða
skrifað og þeir beðnir um upplýsingar um ráðningarkjör og réttindi starfsmanna
safnaðanna, aðild þeirra að lífeyrissjóðum og stéttarfélögum. Ur þessum upplýsingum
verður unnið jafnskjótt og þær berast.
En gott væri, ef kirkjuþingsmenn vildu fylgjast með því, að fýrirspurnum sé svarað. (Sjá
fylgiskjal).
16. mál: Um fiölskvlduþiónustu kirkiunnar.
Síðasta kirkjuþing fól kirkjuráði að gerast aðili að ijölskylduþjónustu kirkjunnar, sem
Reykjavíkur-, Kjalamess- og Árnesprófastsdæmi höfðu hafíð undirbúning að. Fylgir
skýrsla stofnunarinnar með þessari greinargerð. Er fjölskylduþjónustan tekin til starfa
og er mikils vænst af henni, enda er vandinn ærinn sem steðjar að fjölskyldum
samtímans og verkefnin næg á því sviði. (Sjá fylgiskjal).
17. mál: Endurskoðun á lögum um kirkjuþing.
Síðasta kirkjuþing fól kirkjuráði að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða lögin
um kirkjuþing og kirkjuráð nr. 48 frá 1982. í nefndina voru skipaðir Jóhann Bjömsson,
séra Jón Bjarman og séra Jón Einarsson. Voru tillögurnar sendar kirkjuþingsmönnum
og verða teknar á dagskrá síðar á þinginu.
19. mál: Lagaleg staða prestssetursjarða.
Samkvæmt samþykkt kirkjuþings skipaði kirkjuráð 3ja manna nefnd til að gera úttekt
á stöðu prestssetursjarða og hlunnindum þeirra. í nefndinni eru séra Baldur
Kristjánsson, séra Gunnlaugur Stefánsson og séra Þorleifur Kj. Kristmundsson. Hefur
20