Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 110
Áður en atkvæðagreiðsla fer fram, skal prófastur kanna, hvort óskað er
umsagnar nefndar skv. 3. gr. um umsækjendur. Ef svo er, skal kjörfundi frestað og
prófastur hlutast til um að afla hennar.
Séu færri en 3/4 hlutar kjörmanna á fundi, þegar atkvæðagreiðsla á að fara
fram, skal prófastur fresta henni að svo stöddu og boða nýjan kjörfund innan
mánaðar. Ekki skal fresta kjörfundi oftar en einu sinni, enda þótt fjöldi kjörmanna
við atkvæðagreiðslu nái ekki 3/4 hlutum.
Atkvæðagreiðsla er leynileg. Prófastur afhendir hverjum kjörmanni
atkvæðaseðil með nöfnum umsækjenda. Kjörmaður setur kross fyrir framan nafn
þess, er hann velur.
Atkvæði eru talin á kjörmannafundi. Ef umsækjandi er einn telst val hans
bindandi hafi hann hlotið 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Ef umsækjendur eru fleiri en einn, telst val á umsækjanda bindandi, ef hann
fær meirihluta atkvæða. Fái enginn meirihluta atkvæða skal endurtaka kosninguna
milli þeirra umsækjenda, sem fengu atkvæði. Sá sem fær meirihluta atkvæða við
endurtekna kosningu telst kosinn bindandi kosningu. Fái enginn meirihluta atkvæða
eftir þrjár kosningaumferðir, telst val ekki bindandi.
Nú vill meiri hluti kjörmanna hafna umsækjendum með því að skila auðum
atkvæðaseðlum og er þá ráðherra óheimilt að veita embættið.
5. gr.
3. tl.
Við 6. gr. 3. mgr., bætist:
Og að liðnum þeim fresti, sem kjörmenn hafa til að kalla prest, sbr. 7. gr.
II. kafli
6. gr.
7. gr. orðist svo:
Heimilt er kjörmönnum að kalla prest án umsóknar í eftirfarandi tilvikum,
enda séu 3/4 hlutar þeirra einhuga um það:
1. Þegar enginn hefur sótt um auglýst prestakall.
2. Hafi umsækjendum verið hafnað á kjörmannafundi, sbr. 4. gr.
7. mgr.
3. Hafi enginn umsækjandi hlotið bindandi val á kjörmannafundi.
Frestur til að kalla prest samkvæmt 1. og 2. tl. er 4 mánuðir frá því, að
prestakall var auglýst laust til umsóknar, en samkvæmt 3. tl., 1 mánuður frá því,
að kjörfundur var haldinn.
107