Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 93
10. gr.
Kjörtímabil hinna kjömu þingfulltrúa er fjögur ár ef kirkjuþingsmaður andast á
tímabilinu, flytur burt úr kjördæminu eða forfallast á annan hátt, varanlega eða
tímabundið, frá því að sitja kirkjuþing, taka varamenn sæti í þeirri röð, sem þeir eru
kosnir.
11. gr.
Kærur út af kosningum til kirkjuþings skulu hafa borist kjörstjórn innan viku, frá því
að kjörfundi lauk og úrslit voru birt. Kjörstjóm hefur hálfan mánuð til að úrskurða
kærur. Urskurði kjörstjórnar má skjóta til kirkjumálaráðherra innan viku, frá því að
hann gekk, og leysir hann úr máhnu til fullnaðar.
Nú ógildir ráðherra kosningu og skal þá kjósa að nýju svo fljótt sem auðið er og eigi
síðar en átta vikum, eftir að ráðherra hefur kveðið upp úrskurð sinn.
12. gr.
Kostnaður við kirkjuþingskosningar greiðist að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu úr
héraðssjóði (héraðssjóðum) viðkomandi kjördæma. Kostnaður vegna kosningar samkv.
4. tl. 8. greinar greiðist úr ríkissjóði.
13. gr.
Biskup er forseti kirkjuþings. Kirkjuþing kýs á fyrsta fundi sínum 1. og 2. varaforseta
og tvo skrifara. Heimilt er þó að ráða sérstakan þingritara.
Afl atkvæða ræður úrslitum mála, nema þingsköp kirkjuþings mæli annan veg. í
þingsköpum, er kirkjuþing setur sér, skal m.a. mælt fyrir um framlagningu, meðferð og
afgreiðslu mála, svo og um skipan nefnda.
14. gr.
Kirkjuþing hefur ráðgjafaratkvæði og tillögurétt um öll þau mál, er kirkju, klerkastétt
og söfnuði landsins varða 0£ heyra undir svið löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins,
eða sæta úrskurði forseta Islands.
Kirkjuþing hefur og rétt til að gera samþykktir um innri málefni kirkjunnar,
guðsþjónustu, helgisiði, skírn, fermingar, veitingu sakramenta og önnur slík. Þær
samþykktir eru þó eigi bindandi, fyrr en þær hafa hlotið umfjöllun prestastefnu og
staðfestingu biskups.
15. gr.
Kirkjuþingsmenn fá greidda úr ríkissjóði dagpeninga og ferðakostnað, svo og
þingfararkaup. Kirkjuþing kýs þingfararkaupsnefnd, sem endurskoðar reikninga
kirkjuþingsmanna, en kirkjumálaráðherra úrskurðar þá og ákveður upphæð dagpeninga
og þingfararkaups að fenginni tillögu nefndarinnar.
90