Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 22
Á sínum tíma kaus kirkjuþing nefnd til aö huga að aldarafmælinu og hvernig
best væri fyrir kirkjuna aö standa aö því. Nú þykir mér eðlilegt, að enn sú hugað að
þessu máli með því að kjósa nýja nefnd, sem starfi að undirbúningi með biskupi. Er
þörf á slíkri nefnd kirkjunnar við hlið hinnar stjórnskipuðu nefndar, sem greint var frá
í skýrslu síðasta árs.
REGLUGERÐIR OG ERINDISBRÉF
Skýrslunni fylgja erindisbréf fyrir vígslubiskupa og aðstoðarpresta og reglugerð
fyrir sérþjónustupresta. Er þetta hvoru tveggja lagt hér fram til kynningar. Biskup
skipaði nefnd til þess að gera tillögur að reglugerðinni, sem síðan var breytt verulega
í meðferð ráðuneytis. Var það síðan lagt fyrir fulltrúa í kirkjulaganefndinni og talið,
að ekki væri unnt að taka öðru vísi á þessum málum, þar sem lög heimiluðu slíkt ekki.
Er því nauðsynlegt að fá breytt lögum, til þess að þeir sérþjónustuprestar, sem ekki eru
embættismenn ríkisins, en ráðnir af öðrum aðilum, sem greiða laun þeirra, njóti sömu
réttinda og aðrir prestar, t.d. hvað kosningar varðar.
Erindisbréf fyrir vígslubiskupa vann biskup í samvinnu við vígslubiskupana, en
nefnd fjallaði um aðstoðarprestana og byggði þá á erindisbréfi, sem fyrr hafði verið
gefið út.
UMSÓKNIR ÚR JÖFNUNARSJÓÐI
Þá fylgir skýrslunni umsóknareyðublað fyrir framlag úr jöfnunarsjóði. Er
nauðsynlegt að samræma umsóknir með fylgiskjölum. Munu eyðublöðin liggja frammi
hjá viðkomandi próföstum.
KIRKJUEIGNANEFND
Vænta má síðara heftis af skýrslu kirkjueignanefndar bráðlega, en nú er textinn
í samlestri, en að öðru leyti fullunninn. Verður vonandi unnt að taka á þessum málum
af meiri festu eftir tilkomu þessa mikla rits og mál ríkis og kirkju skoðuð við það Ijós,
sem kirkjueignanefndin varpar á þau.
MÁL FRÁ SÍÐASTA KIRKJUÞINGI
6. og 7. mál: Athvarf í safnaðarheimilum og átak í fermingarstörfum.
Kirkjuráð fól fræðsludeild að kanna möguleika á því, hvort unnt mundi að koma á fót
athvarfi fyrir börn, þar sem aðstæður leyfa í safnaðarheimilum. Sú könnun leiddi til
þess, að í tveimur kirkjum í Reykjavík, Fella- og Hólakirkju og Neskirkju var starfrækt
kirkjuskjól fyrir börn. Þessi tilraun var studd með framlagi úr kristnisjóði og var lögð
fram skýrsla á síðustu prestastefnu.
Af viðtökum foreldra er ljóst að starfsemi eins og þarna átti sér stað í kirkjunum
tveimur á útmánuðum, er bæði þörf og nauðsynleg. Þarna er ekki aðeins verið að
mæta brýnni þörf fyrir athvarf þeirra bama, sem eiga foreldra er bæði vinna utan
heimilisins, heldur opnast líka nýr möguleiki fyrir trúarmótun og trúaruppeldi. Auk
þess gefur kirkjan til kynna með slíkri starfsemi, að hún vill tengjast daglegu lífi og
19