Són - 01.01.2003, Blaðsíða 17

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 17
NÝ FRAMSETNING Í BRAGFRÆÐI 17 Í bóka- og handritaskrá eru færð handrit og bækur sem ljóðin eru tekin úr. Þar er og skráð útgáfuár bókar og útgefandi og aldur hand- rits sé hann þekktur. Sú skrá gefur mönnum kost á að skrá sama ljóðið alls staðar þar sem það kemur fyrir og mætti þannig nota for- ritið sem ljóðaskráningarkerfi á bóka- og handritasöfnum. Í ljóðaskránni eru ljóð skráð undir bragarhætti, höfundi, bók eða handriti og verður þannig smám saman til mikið safn ljóða undir ólíkum háttum eftir því sem skráningu vindur fram. Það gefur augaleið að notin af gagnagrunni þessum aukast jafnt og þétt eftir því sem efni hans vex og hugbúnaðurinn verður þróaður frekar. Þannig fengist til dæmis góð yfirsýn yfir íslenska bragsögu þegar búið væri að skrá meginhætti allra kvæðagreina. Unnt væri að gera sér betri grein fyrir því hvenær einstakir hættir voru teknir upp á Íslandi, hvort þeir eru heimatilbúnir eða innfluttir. Þá gæfi nákvæm skráning af þessu tagi mönnum kost á að rannsaka betur hvernig hinir erlendu hættir eru lagaðir að íslensku. Ekki má heldur gleyma öllum þeim möguleikum til gagnvirkni sem slík skráning hefur upp á að bjóða. Hægt væri að leita í grunninum að einstöku ljóði og komast að því undir hvaða bragarhætti það væri, eftir hvern og hvar og hvenær það væri skrifað eða prentað. Sömuleiðis væri mönnum í lófa lagið að fletta upp á tilteknu skáldi til að fá vitneskju um allan kveðskap þess sem í grunninn væri kominn. (Í slíkt skráningarkerfi mætti einnig fella óbundin ljóð og prósaljóð sem þá féllu vitaskuld ekki undir neinn bragarhátt.) Vel má hugsa sér að tengja bragarháttaskránni og/eða ljóða- skránni lagaskrá (nótnaskrá) þar sem fram kæmu þau lög sem samin hafa verið við einhver ljóða viðkomandi háttar. Miklar upplýsingar um tónlistararf þjóðarinnar eru í handritum og gömlum prentuðum bókum. Hefur verið unnið mikið starf á vegum Collegium musicum við að grafa upp þann tónlistarauð úr handritum og er nú mikill hluti hans varðveittur á tölvutæku formi. Þá gagnagrunna mætti sem best tengja bragarháttaskrá. Með því móti tengdust bragsaga og tónlistar- saga og vörpuðu ljósi hvor á aðra. Í kennslu hefur hin nýja myndræna túlkun ýmsa kosti fram yfir hefðbundna framsetningu. Meginkosturinn er náttúrlega fólginn í því að nemendur geta séð fyrir sér bragmyndir háttanna. Þá geta kenn- arar æft nemendur í að yrkja með því að fylla upp í reiti bragmynd- anna. Og þar sem á tölvunni verður unnt að fletta upp á ljóðaskrá við hvern hátt geta menn þar áttað sig á hvers konar ljóð hafa einkum verið ort undir hverjum hætti og ef til vill má af slíku draga ályktanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.