Són - 01.01.2003, Blaðsíða 77

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 77
LIMRUR 77 Lögin við þá texta sem hér er vitnað til munu flestir landsmenn kunna. Reyndin er sú að margar limrur má syngja við þessi lög. Til að þær falli að öðru hvoru laganna verða þær helst að vera reglulega gerðar og byggjast á þríliðum með einföldum eða tvöföldum forlið. Þá er ekki heldur sama hvernig rímið er. Limrur, sungnar við lagið sem á við texta Ragnars Jóhannessonar, verða helst að hafa rímið AAbbA. Til að limrur komi heim við þau lög sem notuð eru við þýðingar þeirra Sigurðar Þórarinssonar og Eiðs Bergmanns á „Maren i Myra“ verður rímið aftur á móti að vera aaBBa. Rétt er að geta þess að til er töluvert af íslenskum kveðskap frá ýmsum tímum sem að formi til líkist limrum án þess að hægt sé að halda því fram að þar sé um nein tengsl að ræða. III Hin eiginlega limra á Íslandi Upp úr miðri 20. öld taka Íslendingar að yrkja undir limruháttum að einhverju ráði. Það munu hafa verið þeir Kristján Karlsson og Jóhann S. Hannesson sem fyrstir manna léku sér að því, þá báðir búsettir vestanhafs. Þar er limran komin nær uppruna sínum varðandi efni, þ.e. eins konar lausavísa eða tækifærisvísa. Jóhann sendi síðar frá sér limrukver sem hann kallaði Hlymrek á sextugu. Þar er þessi vísa:7 Það er bannað í Buenos Aires að börn séu að leita sér færis að sjá það í bókum hvað sé undir brókum á samskeytum kviðar og læris. Það var hins vegar öðrum fremur Þorsteinn Valdimarsson sem vann limrunni sess meðal íslenskra bragarhátta þegar hann sendi frá sér bókina Limrur árið 1965. Limrur Þorsteins eru hæfilega léttruglaðar að hætti Bretanna:8 Í marz, eftir morfínblund, léttist mamma um 9 pund. 7 Jóhann S. Hannesson (1979:26). 8 Þorsteinn Valdimarsson (1965:20).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.