Són - 01.01.2003, Blaðsíða 36

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 36
KRISTJÁN ÁRNASON36 Emk hraðkvæðr hilmi at mæra, en glapmáll of gløggvinga, opinspjallr of jÄfurs dÓðum, en þagmælskr of þjóðlygi, skaupi gnœgðr skrÄkberÄndum, emk vilkvæðr of vini mína; sótt hefk mÄrg mildinga sjÄt með grunlaust grepps of œði. Hér gilda svipaðar takmarkanir og í fornum dróttkvæðum þannig að létt atkvæði getur ekki eitt borið ris. Þetta veldur því meðal annars að tvær léttar tvíkvæðar orðmyndir duga ekki til að mynda eina stutt- línu. Ef við tökum sem dæmi stuttlínurnar skaupi gnægðr og of vini mína, í seinni vísunni, þá er sú fyrri þannig saman sett að þar eru tvö orð með þung áhersluatkvæði sem hvort um sig myndar ris. Ef litið er á hina línuna og gert ráð fyrir að bragurinn krefjist þess að tvö ris verði mynduð í hverri línu og grundvallarreglan sé að einungis þung atkvæði geti myndað risið gæti virst svo sem vandi sé á höndum miðað við forn lögmál því ekki er nema einu þungu atkvæði til að dreifa, þ.e. í mína sem hefur langt sérhljóð. Í orðmyndinni vini er um að ræða stutt rótarsérhljóð og einungis eitt samhljóð á eftir því. En menn hafa löngum talið að í þessu tilviki beri tvö atkvæði það sem kallað hefur verið „klofið“ ris. (Risið er þá klofið í þeim skilningi að tvö atkvæði sameinast um að bera það. Þetta er vel þekkt fyrirbrigði úr klassískum kveðskap og gengur undir nafninu resolution.) Línan verður enn eðlilegri fyrir það að hún byrjar á forsetningu. Línan verður þá þannig að fyrst kemur áherslulítið atkvæði (of), sem mynd- ar hnig, og síðan kemur ris, borið af atkvæðunum vini, og síðan kemur þungt atkvæði sem ber ris og síðast veikt atkvæði sem myndar hnig. Hrynjandin er því vss, eins og í næstsíðustu línu fyrri vísunnar: „en þagmælskr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.