Són - 01.01.2003, Blaðsíða 31

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 31
UM BRAGHRYNJANDI AÐ FORNU OG NÝJU 31 s v v s v s v Sig mun fyrst sjálfan blekkja s v v s v s sá með lastmælgi fer Þetta kann að þykja viðeigandi þar sem hljómurinn og stílfærslan sem fólgin er í því að yrkja bundið fá að njóta sín. En öðrum þykir e.t.v. ankannalegt að fylgja bragarhættinum svona stíft og kjósa þá heldur að láta eðlilega hrynjandi málsins njóta sín þannig að áherslan á fyrsta atkvæðinu í „lastmælgi“ stríði gegn braghrynjandinni. Vel má hugsa sér að þetta geti gefið góða hvíld frá einhæfri hrynjandi. Mjög misjafnt er hversu nákvæmlega skáld fylgja bragarháttunum um að láta textann falla vel að hrynjandinni. Hallgrímur Pétursson og samtíðarmenn hans ganga oft býsna langt í því að láta mál og brag stangast á en aðrir eru kliðmýkri — ef svo má segja. Tómas Guð- mundsson yrkir mjög kliðmjúkt og lætur ris í brag og áherslur málsins standast eðlilega á eins og vel kemur fram í ljóði hans „Í Vestur- bænum“:12 Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar við safírsænum. En er nokkuð yndislegra — leit auga þitt nokkuð fegra — en vorkvöld í vesturbænum? Því þá kemur sólin og sezt þar. Hún sígur vestar og vestar um öldurnar gulli ofnar. Og andvarinn hægir á sér. Ástfangin jörðin fer hjá sér, unz hún snýr undan og sofnar. Þessar vísur eru ortar með góðri tilfinningu fyrir hrynjandi hins talaða máls. Bragarhátturinn hefur þrjú ris og línurnar enda á réttum tvílið. Risin eiga ekki í neinum vandræðum með að finna sér áherslu- 12 Tómas Guðmundsson (1946:50–51).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.