Són - 01.01.2003, Blaðsíða 73

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 73
Ragnar Ingi Aðalsteinsson Limrur I Inngangsorð Í þessari grein verður fjallað um þróun limrunnar í íslensku um- hverfi. Fyrst er stuttlega gerð grein fyrir því hvernig hún kom inn í íslenska ljóðhefð og birt fyrsta limra sem vitað er til að hafi verið ort á íslensku. Síðan er vitnað til nokkurra dægurlagatexta undir limru- háttum þó að efnislega séu þeir mjög frábrugðnir limrum eins og þær tíðkuðust á Bretlandi þar sem bragform þeirra er upprunnið. Þá er all- ýtarleg umfjöllun um bragfræði limrunnar, einkum ljóðstafasetningu hennar. Sýnd eru dæmi um þá möguleika sem eru á stöðu ljóðstafa í limrum. Hér ber á það að líta að limra byggist á öðrum lögmálum en rímnahættirnir og reglur um stuðlasetningu og staðsetningu höfuð- stafs því lítillega frábrugðnar því sem tíðkast í eldri kveðskap á Ís- landi. Grundvallaratriðin eru þó hin sömu. Þá er bent á nokkur atriði sem ber að varast í ljóðstafasetningu þegar limrur eru ortar. Í lok greinarinnar er svo vikið að þeirri hefð sem skapast hefur meðal hagyrðinga að umgangast limruformið af heldur meiri léttúð en annað bragform og leyfa sér stundum ýmis frávik sem ekki þykja við hæfi í sumum öðrum háttum, til dæmis rímnaháttum. II Upphaf limrugerðar á Íslandi Limra er fimm línur sem oft eru byggðar á öfugum þríliðum (sem einnig má líta á sem tvo forliði eða tvöfaldan forlið, sjá síðar). Þrír bragliðir eru í fyrstu, annarri og fimmtu braglínu og tveir í þriðju og fjórðu. Endarím er venjulega AAbbA eða aaBBa. Ekki eru dæmi um annars konar rím en endarím í limrum. Limran er ung í íslenskum kveðskap. Hún er upprunnin á Bret- landseyjum þar sem hún varð vinsæl þegar á 18. öld. Fyrsta limru- kverið var prentað þar árið 1821. Þekktasta limruskáld Breta var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.