Són - 01.01.2003, Blaðsíða 65

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 65
ÁFANGAR 65 Skildumst við á skapa kvöldi. – Skelfdi þig ei valdið dulda. — Huldur dró í hörgi mjaldurs hjaldur sem og galdur þuldi. Rímið – hálfrím og alrím — verður hér að ísaumi miklum sem enn styrkist við það að samhljóðin ld ganga með sama hætti og hér í gegn- um öll erindin. Svo sem fram hefur komið hér að framan var ekki ótítt að skáldin byndu saman í erindi gamla hætti eða háttabrot og nýrri hætti. Hannes Hafstein gerir slíkt hið sama við hrynhenda háttinn í ljóðinu „Dökk“. Fyrst koma fjórar línur háttarins (með alrím í öllum línum), síðan fimmkvæðar, endarímaðar fjórar línur:67 Tinnudökka hárið hrökkur herðar við í mjúkum liðum. Kolsvört brenna björt við enni brúnaljós hjá vangarósum. Tíðum hjartans undiralda hefur upp og niður barminn ríka, mjúka, eins og þegar brim í sævi sefur svæft um stund, en búið til að rjúka. Að lokum skal þess getið að líkt og í dróttkvæðum hætti virðast skáldin hafa áttað sig á því að hljómur hrynhends háttar gæti dugað til að lýsa ýmiss konar hamförum. Það er áreiðanlega ekki tilviljun að Guðmundur Friðjónsson velur hrynhendan hátt þegar hann yrkir „Dettifoss“:68 Hliðskjálf titrar hilmis boða. Harkaleg’r er jötuns barki. Virkið hristir villi-orka, valdafíkin, í trölla ríki. Skelfur ramgert inni álfa. Undanþeginn hvíld og blundi sá hefir verið, er sat í tíu svaðil-aldir á stóli valda. 67 Hannes Hafstein (1951:92). 68 Guðmundur Friðjónsson (1925:33).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.