Són - 01.01.2003, Page 65
ÁFANGAR 65
Skildumst við á skapa kvöldi. –
Skelfdi þig ei valdið dulda.
— Huldur dró í hörgi mjaldurs
hjaldur sem og galdur þuldi.
Rímið – hálfrím og alrím — verður hér að ísaumi miklum sem enn
styrkist við það að samhljóðin ld ganga með sama hætti og hér í gegn-
um öll erindin.
Svo sem fram hefur komið hér að framan var ekki ótítt að skáldin
byndu saman í erindi gamla hætti eða háttabrot og nýrri hætti.
Hannes Hafstein gerir slíkt hið sama við hrynhenda háttinn í ljóðinu
„Dökk“. Fyrst koma fjórar línur háttarins (með alrím í öllum línum),
síðan fimmkvæðar, endarímaðar fjórar línur:67
Tinnudökka hárið hrökkur
herðar við í mjúkum liðum.
Kolsvört brenna björt við enni
brúnaljós hjá vangarósum.
Tíðum hjartans undiralda hefur
upp og niður barminn ríka, mjúka,
eins og þegar brim í sævi sefur
svæft um stund, en búið til að rjúka.
Að lokum skal þess getið að líkt og í dróttkvæðum hætti virðast
skáldin hafa áttað sig á því að hljómur hrynhends háttar gæti dugað
til að lýsa ýmiss konar hamförum. Það er áreiðanlega ekki tilviljun að
Guðmundur Friðjónsson velur hrynhendan hátt þegar hann yrkir
„Dettifoss“:68
Hliðskjálf titrar hilmis boða.
Harkaleg’r er jötuns barki.
Virkið hristir villi-orka,
valdafíkin, í trölla ríki.
Skelfur ramgert inni álfa.
Undanþeginn hvíld og blundi
sá hefir verið, er sat í tíu
svaðil-aldir á stóli valda.
67 Hannes Hafstein (1951:92).
68 Guðmundur Friðjónsson (1925:33).