Són - 01.01.2003, Qupperneq 29

Són - 01.01.2003, Qupperneq 29
UM BRAGHRYNJANDI AÐ FORNU OG NÝJU 29 En í næstsíðustu línunni er kliðurinn rofinn og allt í einu kemur lína sem byrjar á áhersluatkvæði: s v v s v s v s Drjúpi hana blessun drottins á Hérna myndast spenna milli hinnar reglulegu hrynjandi línanna á undan og textans í síðustu línunni. Ef sagt er að bragformið sé eins og því hefur áður verið lýst, þ.e. að það eigi að byrja á hnigi og síðan skiptist á ris og hnig og þannig myndist stígandi hrynjandi, þá verður að gera ráð fyrir að spenna ríki milli þessa braglínuforms og málsins sem fyllir það. Í þessu tilviki er áreksturinn af tvennum toga. Annars vegar er árekstur orðáherslunnar drjúp- við hnig bragarháttarins og hins vegar eru atkvæðin einu of mörg ef þau eru öll borin fram: „Drjúpi hana.“ Hið síðarnefnda leysist raunar með samdrætti, þannig að áherslulausa i-ið í drjúpi hverfur á undan hana (drjúp’ana), en þá verður til þríkvæður áhersluliður. Hinn áreksturinn stafar af því að í venjulegu tali er það eðlileg hrynjandi í setningu að sagnmyndin drjúpi sé sterkari en fornafnsmyndin hana. En þessi árekstur verður af ásettu ráði frekar en af klaufaskap og þjónar listrænum tilgangi. IV Bragform, formgerðir, texti og flutningur Eins og áður segir er eðlilegt að hugsa sér að bragarhættir séu eins konar sértæk mynstur eða form sem skáldin og þeir sem njóta brag- arins hafa í huganum. Til eru mismunandi bragform eins og fer- skeytla, dróttkvæður háttur, limra, sonnetta o.s.frv. Bragarhættir eru sem sé form. Hvert form hefur ákveðnar reglur um hrynjandi, rím og stuðlasetningu og innan bragarháttanna eru skilgreindar fomgerðir (strúktúrar), svo sem lína og bragliður. Langa línan í limrunni, v s v v s v v s, er sem sé formgerð innan limruformsins og líka stutta línan, v s v v s, og limruformið hefur ákveðnar reglur um það hvernig þess- um formgerðum ber að raða saman. Á sama hátt má segja að línur ferskeytlunnar séu formgerðir sem raðað er saman samkvæmt ákveð- inni reglu, þ.e. fyrst kemur s v s v s v s og síðan s v s v s v. Þessu til viðbótar eru svo að sjálfsögðu gerðar formlegar kröfur um stuðla- setningu og rím sem þrengja formið enn frekar. Dæmin um það þegar spenna myndast milli bragar og texta, forms og samsetningar sýna glöggt að flutningur kveðskapar skiptir miklu máli og í raun verður kröfunum um hrynjandi ekki fullnægt fyrr en kvæðið er flutt. Bragarhættirnir byggjast á hljómi málsins. Þess vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Són

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.