Són - 01.01.2003, Blaðsíða 51

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 51
ÁFANGAR 51 Þessi háttur er órímaður, hefur venjulega forlið og oftast þríliði og þrír og tveir bragliðir skiptast reglulega á. Hann varð fádæma vinsæll og telst fyrsta nýsmíði íslensks skálds um langan aldur. Ekki hafði Bjarni fyrr birt ljóðið en Guðný frá Klömbrum tók hann upp í þekktu ljóði, „Sit ég og syrgi“, en þar lýsir hún sárum harmi eftir mann sinn við skilnað þeirra:27 Sit ég og syrgi mér horfinn sárt þreyða vininn, er lifir í laufgræna dalnum þótt látin sé ástin. Fjöll eru og firnindi vestra, hann felst þeim að baki. Gott er að sjá þig nú sælan, þá sigrar mig dauðinn. Hér er hátturinn að því leyti reglulegri en hjá Bjarna að Guðný víkur ekki frá þríliðum. Hins vegar lætur hún skeika að sköpuðu hvort braglínur hefjast á forlið. Í þessum tveimur ljóðum er tónninn sleginn og eftir þetta er hátturinn að mestu tileinkaður erfiljóðum og öðrum þeim sem fjalla um harmsefni af ýmsu tagi. Þegar Jónas Hallgrímsson minnist Bjarna, höfundar háttarins, í ljóðinu „Bjarni Thórarensen“ velur hann sér vitaskuld háttinn hans. Hann heldur að mestu þríliðunum en er ósárt um að forliðir falli niður. Jónas merkir sér þó háttinn með því að bæta talsverðu innrími í hann. Það sést vel í síðasta erindinu:28 Kættir þú margan að mörgu, svo minnst verður lengi, þýðmennið, þrekmennið glaða og þjóðskáldið góða! Gleðji nú guð þig á hæðum að góðfundum anda! Friði þig frelsarinn lýða. Far nú vel, Bjarni! 27 Guðný frá Klömbrum (1951:103). 28 Jónas Hallgrímsson (1980:99).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.