Són - 01.01.2003, Blaðsíða 28

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 28
KRISTJÁN ÁRNASON28 9 Jónas Hallgrímsson (1956:94). 10 Jónas Hallgrímsson (1956:58). að nokkuð reglulegum valkosti að snúa hrynjandinni svona við. Jónas gerir það í sonnettunni frægu „Ég bið að heilsa“. Þegar kemur út í miðja aðra vísuna snýst hrynjandin við í upphafi línunnar:9 Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Tvær síðustu línurnar brjóta hrynjandina upp. Þar gerist það sama og í línu Shakespeares, að snúið er við röðinni í tveimur fyrstu brag- stöðunum þannig að í stað vsvs kemur svvs. Þessar línur byrja báðar á romsum sem eðlilegt er að myndi rétta þríliði: „Kyssið þið“, „Blásið þið.“ Sjá má að sams konar viðsnúningur kemur fyrir í dæminu sem tekið var frá Snorra Hjartarsyni. Þetta er ekki aðeins leyfilegt heldur getur það verið mjög eðlilegt og jafnvel æskilegt í þeim skilningi að það vinnur gegn einhæfni. Breytileikinn lífgar upp á hrynjandina. Það er örugglega ekki tilviljun að Jónas lætur hrynj- andina breytast á þessum stað: „Kyssið þið, bárur, bát.“ Þegar bár- urnar lenda á bátnum og kyssa hann er hin létta bylgjuhreyfing brotin upp og jafnvel hvissið heyrist þegar báran brotnar í ,,koss- inum“. Einnig má hugsa sér hrynbrotið eins og hálfgert andvarp til að leggja áherslu á kveðjuna sem skáldið sendir heim. Svipuð áhrif koma fram í „Íslandsminni“ Jónasar:10 Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá, og sælu blómi valla [...] Drjúpi hana blessun drottins á um daga heimsins alla. Í þessu kvæði er grunnhrynjandin stígandi: v s v s v s v s v s v s v s v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.