Són - 01.01.2003, Blaðsíða 28
KRISTJÁN ÁRNASON28
9 Jónas Hallgrímsson (1956:94).
10 Jónas Hallgrímsson (1956:58).
að nokkuð reglulegum valkosti að snúa hrynjandinni svona við.
Jónas gerir það í sonnettunni frægu „Ég bið að heilsa“. Þegar kemur
út í miðja aðra vísuna snýst hrynjandin við í upphafi línunnar:9
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
Tvær síðustu línurnar brjóta hrynjandina upp. Þar gerist það sama
og í línu Shakespeares, að snúið er við röðinni í tveimur fyrstu brag-
stöðunum þannig að í stað vsvs kemur svvs. Þessar línur byrja
báðar á romsum sem eðlilegt er að myndi rétta þríliði: „Kyssið þið“,
„Blásið þið.“ Sjá má að sams konar viðsnúningur kemur fyrir í
dæminu sem tekið var frá Snorra Hjartarsyni. Þetta er ekki aðeins
leyfilegt heldur getur það verið mjög eðlilegt og jafnvel æskilegt í
þeim skilningi að það vinnur gegn einhæfni. Breytileikinn lífgar upp
á hrynjandina. Það er örugglega ekki tilviljun að Jónas lætur hrynj-
andina breytast á þessum stað: „Kyssið þið, bárur, bát.“ Þegar bár-
urnar lenda á bátnum og kyssa hann er hin létta bylgjuhreyfing
brotin upp og jafnvel hvissið heyrist þegar báran brotnar í ,,koss-
inum“. Einnig má hugsa sér hrynbrotið eins og hálfgert andvarp til
að leggja áherslu á kveðjuna sem skáldið sendir heim.
Svipuð áhrif koma fram í „Íslandsminni“ Jónasar:10
Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla,
og svanahljómi, silungsá,
og sælu blómi valla
[...]
Drjúpi hana blessun drottins á
um daga heimsins alla.
Í þessu kvæði er grunnhrynjandin stígandi:
v s v s v s v s
v s v s v s v