Són - 01.01.2003, Blaðsíða 81

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 81
LIMRUR 81 Vandasamara er að fást við stuttu línurnar tvær; þar eru ýmist tveir ljóðstafir eða þrír. Stuttu línurnar geta hvort sem er verið einar sér um ljóðstafi eða tengst fimmtu línunni. Sú regla gildir um þær að þar verður ávallt að hafa ljóðstaf í fyrra risi seinni línunnar. Þetta stafar af því að ýmist standa þær eins og tvær braglínur og ber sú seinni höfuðstaf sem verður að vera í fyrsta risi. Hins vegar má líka hugsa sér að þær standi sem ein braglína. Þá er um að ræða fjórar kveður (bragliði) með tveimur stuðlum og verður annar þeirra að vera í þriðju kveðu eins og í vísum undir rímnaháttunum (þriðja kveðan er þá fyrri kveða seinni línunnar). Fyrri stuttlínan (þ.e. þriðja lína) má hafa tvo stuðla en þarf ekki nema einn vegna þess hve stutt hún er (sbr. til dæmis fornyrðislag og ljóðahátt). Hér verða nú sýnd dæmi um stuðlasetningu í stuttu braglínunum tveimur, þriðju og fjórðu línu limrunnar. Fyrst skal gripið niður í Limrur Þorsteins Valdimarssonar. Þessa kallar hann „Samvizku“:15 Hún Snotra er móðir að Snató, en Snató er undan Plató. Hann er skelfilegt svín, en þó skammast hann sín nið’r í skott, ef við köllum hann Nató. Hér eru tveir stuðlar í stuttu braglínunum, einn í hvorri, og þær tengd- ar með höfuðstaf við þá fimmtu. Við getum sett línurnar þannig upp: Hann er skelfilegt svín, en þó skammast hann sín nið’r í skott, ef við köllum hann Nató. Séu þessar línur settar svona upp er annar stuðullinn í þriðju kveðu fyrri línunnar. Í framhaldi af þessu er rétt að benda á að auðvitað mega báðir stuðlarnir vera í fjórðu braglínu. Hér má líta á limru eftir Jóhann S. Hannesson:16 Sértu fríður, er gróflega gaman að gera sig ljótan í framan 15 Þorsteinn Valdimarsson (1965:56). 16 Jóhann S. Hannesson (1979:15).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.