Són - 01.01.2003, Blaðsíða 76
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON76
„Lát huggast,“ þá klerkurinn kvað,
en konan hún svaraði að
:/: hún aldrei því gleymdi,
sem gröfin nú geymdi,
„minn guð er til vitnis um það.“ :/:
Er nálgaðist náttmálabil,
kom nágranni ekkjunnar til.
:/: Hann hvíslaði: „Ó, Sína,
lát sorg þína dvína,
því sjálfur ég hugga þig vil.“ :/:
En svarið frá Sínu er til greint:
„Ég sé þetta er ærlega meint,
:/: en ég er lítið eitt riðin
við líkkistusmiðinn.
Það var leitt að þú komst heldur seint.“ :/:
Stuttu fyrir miðja 20. öld varð vinsæll dægurlagatexti sem Ragnar
Jóhannesson orti við erlent lag í orðastað stúlku sem hitti sjómann og
átti erfitt með að gleyma þeim kynnum. Lagið heitir „Ti-pi-tin“ en er
þekkt hérlendis undir heitinu „Hann var sjómaður dáðadrengur“. Ein
vísan er svona:6
Af fiðlunum hátónar hrundu
og harmonikurnar stundu
og guðaveig draup
í daggarskær staup.
Mér barnslega létt var í lundu.
Þó að vísurnar hér að framan séu vissulega ortar undir bragarhætti
limrunnar eru þær að efni til frábrugðnar hinum upphaflegu limrum
eins og þær tíðkuðust á Bretlandi á 18. og 19. öld. Þar var hver limra
sjálfstæð, án efnislegra tengsla við aðrar limrur, en í íslensku text-
unum er um að ræða kvæði með allmörgum vísum sem segja eina
samfellda sögu. Auk þess var hefð fyrir allt annars konar efnistökum
í bresku limrunni eins og drepið er á hér að framan.
6 Sönglög 1 (1993:87).