Són - 01.01.2003, Blaðsíða 52

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 52
ÞÓRÐUR HELGASON52 Þessu fylgir Jónas eftir í þekktasta ljóðinu undir hættinum, „Ásta“ („Ástkæra ylhýra málið [...]“), og líklegt er að það ljóð hafi gefið hætt- inum byr undir báða vængi. Þess má geta að Kristján Jónsson Fjallaskáld þýddi fyrstur skálda ljóð undir hættinum. Það var „Ástargnoðin“ eftir Thomas More.29 Sá sem orti flest ljóð undir Bjarnahætti var Jón Thoroddsen, alls sjö. Athyglisvert er að Stephan G. Stephansson beitir hættinum ekki — en mótar nýtt afbrigði hans, einmitt í erfiljóði, „ Jón Jónsson frá Strönd“. Þannig er fyrsta erindið:30 Strandar-Jóns á steðja storknar ryðið. Smiðjuafl er orpinn öskugjalli. Lækka stroknir lokkar lokarspóna. Nú er greypt í grópum gaflhlað efsta. Stephan beitir hér eingöngu tvíliðum og forliðir eru horfnir. Auk þess fegrar hann háttinn með innrími. Í næsta kafla verður fjallað um það er fornyrðislag binst ljóðahætti í einu og sama erindi. Þess eru einnig nokkur dæmi að fornyrðislagið sé hluti erindis sem á rætur í nýrri kveðskap. Hér á eftir fer „Ragnar. Lítill flokkur“ eftir Stephan G. Stephansson:31 Sat inn heimski í hásæti, Ella konungur, kátur að veizlu. Við borðið hann studdist, hann stóð upp og kallar: „Inn stórláti Ragnar er hniginn til vallar!“ Þannig hefur fornyrðislagið gamla verið prófað með fjölda afbrigða í tvær aldir og þeim tilraunum er áreiðanlega ekki lokið. 29 Kristján Jónsson Fjallaskáld (1986:313). 30 Stephan G. Stephansson (1954:100). 31 Stephan G. Stephansson (1958:181–182).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.