Són - 01.01.2003, Blaðsíða 58

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 58
ÞÓRÐUR HELGASON58 Hér er lögð áhersla á atviksorðið „enn“ með því að láta það standa eitt í línu en það á auðvitað heima í fyrsta risi síðustu línu. 2.3 Dróttkvætt Um dróttkvæða háttinn og hætti honum skylda má segja líkt og um fornyrðislag og ljóðahátt að hann hélt velli óbreyttur alla 19. öld og fram á hina 20. Það hlýtur þó að vekja forvitni hvaða mat hin ungu skáld á 19. öld gátu gert sér úr svo vandmeðförnum hætti. Það hefur komið fram fyrr í þessari grein að ýmis skáld skreyttu mörg ljóða sinna hendingum dróttkvæðanna og eru þess dæmi langt fram á 20. öld. Nægir þar að benda á framlag þeirra Snorra Hjartar- sonar og Hannesar Péturssonar. Fyrsta útfærslan, sem heitið getur, sést hjá Jónasi Hallgrímssyni í ljóðinu „Grátittlingur“:46 Ungur var eg og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu ljúfir, lék eg mér þá að stráum. Hér hefur Jónas skipt hinum forna hætti í tvennt og búið til ferhend- an hátt og auk þess aukið hann einu atkvæði í línu. Þetta er eftir- tektarverð nýbreytni en af einhverjum ástæðum varð ekki framhald á, hvorki hjá Jónasi né öðrum skáldum. Stephan G. Stephansson eignast sinn sérstaka dróttkvæða hátt og fer eins og Jónas þá leið að skipta honum í tvennt og bætir einnig inn endarími:47 Bifröst blossum stöfuð Ber út ljós um hérað. Yfir hnjúka höfuð Hellir fleygu gulli. Steind er hjarni stirndu Storð að fjöru-borði. Hvítt er nið og nóttin Norðurheims að sporði. 46 Jónas Hallgrímsson (1980:110). 47 Stephan G. Stephansson (1953:376).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.