Són - 01.01.2003, Side 36
KRISTJÁN ÁRNASON36
Emk hraðkvæðr
hilmi at mæra,
en glapmáll
of gløggvinga,
opinspjallr
of jÄfurs dÓðum,
en þagmælskr
of þjóðlygi,
skaupi gnœgðr
skrÄkberÄndum,
emk vilkvæðr
of vini mína;
sótt hefk mÄrg
mildinga sjÄt
með grunlaust
grepps of œði.
Hér gilda svipaðar takmarkanir og í fornum dróttkvæðum þannig að
létt atkvæði getur ekki eitt borið ris. Þetta veldur því meðal annars að
tvær léttar tvíkvæðar orðmyndir duga ekki til að mynda eina stutt-
línu. Ef við tökum sem dæmi stuttlínurnar skaupi gnægðr og of vini mína,
í seinni vísunni, þá er sú fyrri þannig saman sett að þar eru tvö orð
með þung áhersluatkvæði sem hvort um sig myndar ris. Ef litið er á
hina línuna og gert ráð fyrir að bragurinn krefjist þess að tvö ris verði
mynduð í hverri línu og grundvallarreglan sé að einungis þung
atkvæði geti myndað risið gæti virst svo sem vandi sé á höndum
miðað við forn lögmál því ekki er nema einu þungu atkvæði til að
dreifa, þ.e. í mína sem hefur langt sérhljóð. Í orðmyndinni vini er um
að ræða stutt rótarsérhljóð og einungis eitt samhljóð á eftir því. En
menn hafa löngum talið að í þessu tilviki beri tvö atkvæði það sem
kallað hefur verið „klofið“ ris. (Risið er þá klofið í þeim skilningi að
tvö atkvæði sameinast um að bera það. Þetta er vel þekkt fyrirbrigði
úr klassískum kveðskap og gengur undir nafninu resolution.) Línan
verður enn eðlilegri fyrir það að hún byrjar á forsetningu. Línan
verður þá þannig að fyrst kemur áherslulítið atkvæði (of), sem mynd-
ar hnig, og síðan kemur ris, borið af atkvæðunum vini, og síðan
kemur þungt atkvæði sem ber ris og síðast veikt atkvæði sem myndar
hnig. Hrynjandin er því vss, eins og í næstsíðustu línu fyrri vísunnar:
„en þagmælskr.“