Són - 01.01.2010, Side 12
ÞORGEIR SIGURÐSSON12
Annað dæmi er í þriðja vísuorði í 16. vísu í Grátittlingnum:
(1.4) Lítill fugl skauzt úr lautu, Jónas Hallgrímss.,
lofaði guð mér ofar. Grátittlingurinn,16. vísa
Sjálfur sat ég í lautu
sárglaður og með tárum.
Í dróttkvæðaútgáfu Finns Jónssonar, Den norsk-islandske skjaldedigtning
eru vísuorð eins og þessi hlutfallslega mjög fá en þar má þó finna að
minnsta kosti 8 dæmi. Þessi dæmi verða nú rædd en þau eru merkt
(1.5), (1.6), (1.7), (1.8), (1.9), (1.10), (1.11) og (1.12).
Eftirfarandi er upphaf vísu eftir Stefni Þorgilsson sem er varðveitt
í Ólafssögu eftir Odd munk.
(1.5) Ek skil œrit gÄrla, Stefnir, lausavísa,
erumk leið fÄður reiði vo. 1–2 (um 1000)
Af dæmunum átta er þetta trúverðugasta dæmið um brot á milli -
reglunni. Það er þó ekki mjög traust þar sem innrím í vísunni er ekki
fyllilega reglulegt og hún er eitthvað brengluð, samanber að innrím
vantar í fimmta vísuorð og orðið leið er leiðrétting fyrir orðið leiðr í
aðalhandriti en ekkert annað gamalt handrit er til samanburðar.
Í tveimur vísum eftir Kormák Ögmundarson eru vísuorð með
stuðlum og skothendingum í umræddri röð:
(1.6) Skjótt munum Skarði herðnir, Kormákur, lausavísa 36,
vo. 1 (955–970)
(1.7) Hins mun hÄr-Gefn spyrja, Kormákur, lausavísa 52,
vo. 1 (955–970)
Varðveist hafa 65 lausavísur eftir Kormák, fleiri en eftir nokkurt ann -
að fornskáld. Margar þeirra eru því miður brenglaðar og hvergi
varðveittar nema í Möðruvallabók. Vísurnar sem vitnað er til að ofan
eru meðal þeirra sem brenglast hafa mest. Í 36. lausavísu er vísuorð
án stuðla og í 52. vísu er vísuorð með þremur atkvæðum í stað sex.
Í eftirfarandi vísu eftir Einar Skúlason frá 12. öld er millireglan
brotin í útgáfu Finns Jónssonar sem styðst við afrit frá 17. öld af
Kringlu, fornri skinnbók sem brann.