Són - 01.01.2010, Page 13
ÞRÓUN DRÓTTKVÆÐA OG VÍSUORÐHLUTA . . . 13
(1.8) Äld beið Äll með stilli, Einar Skúlason, Sigurðar-
dóttir I, vísa 3, vo. 7.
Í þremur skinnhandritum frá 14. öld sem Finnur Jónsson vitnar
einnig til um þessa vísu er orðunum Äld og Äll víxlað og þar er því
millireglan ekki brotin. Útgefendur kvæðisins hafa þó allir fylgt for -
dæmi Finns, nú síðast Kari Ellen Gade (2009:540) í nýrri heildarút -
gáfu dróttkvæða.
Eftirfarandi fjögur dæmi um brot á millireglunni má finna í B-hluta
dróttkvæðaútgáfu Finns Jónssonar (1912–1915). Þau eru hinsvegar
öll án stuðnings þeirra handrita sem farið er eftir og prentuð eru í A-
hlutanum. Þessi dæmi eru:
(1.9) Órr vas auðs við hríðir Björn Hítdælakappi, lausa-
vísa 9, vo. 3 (um 1019)
(1.10) skógs þó at skúrir þyrrit, Sighv. um Erling Skjálgss.
v. 4, vo. 3 (1028–1029)
(1.11) Golli Gautrekr þótti Rögnv. kali, Háttalykill,
vísa 28a, vo. 1 (12. öld)
(1.12) fekk an fyrr af harra Harmsól, vísa 49,
vo. 5 (12. öld)
Texti (1.9) í aðalhandriti er „Adur var Auds víd hridir“ og eru engin
lesbrigði við þann texta í öðrum handritum. Hér eru þrjú rímatkvæði
í vísuorði. Í bragfræði sinni kallar Finnur Jónsson (1892:30) slík
vísuorð þríhend og segir að þau finnist ósjaldan. Engu að síður leið -
réttir hann hér fyrsta rímorðið. Í fornritaútgáfu Sigurðar Nordal
(1938:144) og Guðna Jónssonar á Bjarnar sögu Hítdælakappa er
næsta rímorð leiðrétt og textinn verður: áðr vask odds við hríðir sem ekki
brýtur milliregluna.
Texti aðalhandrits „Scærs þo at scurir þyRit“ (1.10) er sömuleiðis
með þremur rímatkvæðum. Við textann eru nokkur lesbrigði og
Finnur hefur skipti á fyrsta rímorðinu við orðið skógs í öðrum hand -
ritum. Aðrir útgefendur hafa fylgt aðalhandriti.
Í aðalhandriti (1.11) stendur „Giætto at Gautrekur þotti“. Enn sem
fyrr er um að ræða þríhent vísuorð. Finnur hefur leiðrétt fyrsta orðið