Són - 01.01.2010, Page 16
ÞORGEIR SIGURÐSSON16
Ekki er auðvelt að svara því af hverju þessi þróun varð. Þó er líklegt
að hún tengist ósk um aukna reglufestu samfara tilkomu hrynhends
háttar. Í hrynhendum hætti enda stök vísuorð jafnan á fjórum
atkvæðum sem afmörkuð eru með stuðli, fyrri skothendingin er jafn -
an í risi á undan þessum stuðli. Þetta er hér kölluð hrynhenduending
vísuorða.
Þróun dróttkvæða má lýsa þannig að í þeim hafi orðið æ al geng -
ara að stök vísuorð hefðu hrynhenduendingu. Kveðskapar smekk ur -
inn gæti hafa krafist þess að sem flest stök vísuorð enduðu á sama
hátt. Til skýringar er eftirfarandi vísufjórðungur úr Lilju (fjórða
erindi, fyrsti fjórðungur):
(2.2) Fyrri menn, er | | fræðin kunnu | | forn ok klók af heiðnum bókum,
Hér er hrynhenduendingin; fræðin kunnu afmörkuð með tákninu | |.
Í þessu dæmi er stuðull í fyrsta risi en hinn möguleikinn í stuðlasetn -
ingu hrynhendu er stuðull í síðasta risi: (annað erindi Lilju, fyrsti
fjórðungur):
(2.3) Æskig þína | | miklu miskunn, | | mér veitiz, ef ek eptir leita
Slíkar hrynhenduendingar urðu með tímanum sífellt fleiri í stökum
vísuorðum hefðbundinna dróttkvæða sem leiddi til þess að skothend -
ingum fækkaði í 3. atkvæðastöðu á meðan stuðlum fjölgaði á sama
stað. Til skýringar er vísa eftir Sighvat Þórðarson (Víkingarvísur, 6.
erindi):
(2.4) Rétt’s, at | | sókn vas en sétta | | (snarr þengill bauð Englum
at) þars | | Áleifr sótti | | (Yggs) Lundúna bryggjur ;
sverð bitu | | vÓlsk, en vÓrðu | | víkingar þar díki,
átti | | sumt í sléttu | | Súðvirki lið búðir.
Í hrynhendum hætti reynir ekki á milliregluna og eftir því sem sams
konar endingar og voru í hrynhendum urðu algengari í stökum
vísuorðum dróttkvæða, reyndi æ sjaldnar á milliregluna í þeim. Í
Guðspjallavísum Einars í Eydölum eru meira en 90% stakra vísu-
orða með hrynhenduendingu.