Són - 01.01.2010, Side 27
FYRSTU LEIRSKÁLDIN 27
sem svo er gert. Við þurfum ekki annað en hugsa til „Nú liggr hæst
und hraustum / hreinbraut Aðalsteini“ eftir fyrri bónda á Borg og
fagurlega er rímað á móti nafni höfðingjans. En nú er dálítið þröngt
um. Það eru afskaplega fá orð sem ríma á móti Skúli í íslensku og
flestöll neikvæðrar merkingar: fúli, múli, túli … líklega hefði verið skást
að nota súla! En Snorri kýs að búa til lýsingarorðið harðmúlaðr og er
auðvelt að fallast á orð Finns Jónssonar í Lexicon poeticum: „brugt om
mænd får udtrykket noget parodisk ved sig.“8 Paródískur er kurteist
orð.9
Þó er bara hálf sagan sögð. Ef reynt er að taka klofastefið saman
(því það á að vera hægt) aukast vandræðin. Engin leið virðist að
komast framhjá því að „Skúli var miklu framast jarla skapaðr“ í ein-
hverju tilliti og þá leyfa orðmyndir varla annað en „skapaðr harð -
múlaðr rambliks gnaphjarls.“ Harðmúlaðr gæti merkt ,grimmur‘ og allt
kunnáttufólk veit að það er vinsælt að klifa á að höfðinginn sé grimm -
ur gulli, silfri eða öðrum auðæfum. Og þá þykjast góðviljaðir skýr -
endur sjá glitta í dýra málma: ramblik gæti verið öflugt ljós og þá vant -
ar bara sjóinn eða vatnið svo fari að birta af silfri eða gulli. Vandinn
er sá að hjarl merkir ,land‘ en ekki sjór. Og gnaphjarl ætti helst að
merkja hamrabelti! En ég sé ekki betur en útgefendur hallist nauð ugir
viljug ir að björgunartilraun Finns: ’opragende land‘, eller måske rettere
’havets land‘, d.v.s. havet, g-s ramblik, havets stærke glans, guld … Þetta er
gert af góðum vilja, en svo er kíkirinn settur fyrir blinda augað.
Harðmúlaðr ætti að taka með sér þágufall, alls ekki eignarfall,
harðmúlaðr einhverjum, ekki *harðmúlaðr einhvers, og þar með gengur
dæmið ekki upp! – Samt virðist sennilegast að Snorri hafi hugsað á
þessum nótum. En góður kveðskapur verður það ekki.10
8 Sveinbjörn Egilsson 1913-1916:229.
9 Hér er þó skylt að taka fram að við höfum enga hugmynd um hvernig hirðmenn
í Noregi skildu þetta orð. Kannski fannst þeim þetta ágætis lýsing á Skúla og bara
skemmtilegt tilbrigði við að vera t.d. harðr í tungu!
10 Ég vil ekki stinga undir stól bráðskemmtilegri hugmynd sem Helgi Skúli
Kjartansson hefur skotið að mér og orðar svona: „að ramblik eigi ekki beint
saman frekar en dalmiskunn Egils: ramm sé nafnorð, skylt dönskunni ramme og
ram = hrútur og eigi við brimið sem stangar hamrana, og blik hafsins sé þannig
gull eftir allt saman.“ Þótt ég trúi ekki fyrirvaralaust á þessa skýringu er hún nógu
skemmtileg.