Són - 01.01.2010, Page 29
FYRSTU LEIRSKÁLDIN 29
Samantekt er ekki sérlega flókin: „Aldregi hefir komið fyrir horska
jöfra meira hrægamms sævar leir. Þjóð finnr löst á ljóðum.“ Hrægamms
sævar leir virðist eðlilegast að túlka sem tmesis, slitru, sem stundum er
kölluð. Því má lesa: hræ-sævar-gamms leir og hræsær er blóð en blóð gamm -
ur örn og því stendur þarna arnarleir. Þetta hefur lengi verið ljóst og svo
hafa menn bara vísað til Eddu.13
En málið er ekki alveg einfalt. Í aðalhandriti Snorra-Eddu Kon -
ungsbók (Gks 2367 4to) segir svo um flug Óðins í arnarlíki inn yfir
Ásgarð:
… en er Óðinn kom inn of Ásgarð, þá spýtti hann upp mið -
inum í kerin, en honum var þá svá nær komit at Suttungr
myndi ná honum at hann sendi aptr suman mjöðinn, ok var
þess ekki gætt. Hafði þat hverr er vildi, ok köllum vér þat skáld-
fífla hlut. En Suttunga mjöð gaf Óðinn Ásunum ok þeim mönn -
um er yrkja kunnu.14
Hér er með öðrum orðum ekki minnst á arnarleir. Það hafði hins
vegar að minnsta kosti eitt dróttkvæðaskáld gert, næstum öld fyrr.
Þórarinn stuttfeldur orti níðvísu um Árna fjöruskeif (Morkinskinna).
Fyrri helmingur var svohljóðandi samkvæmt Skaldic poetry 2009:
Fullvíða hefr frœðum
fjöruskeifr of her veifat
lystr ok leiri kastat
lastsamr ara ins gamla.
Útgefandinn í SKALD II.2, Kari Ellen Gade, skýrir leiri ara ins
gamla með
‘the dung of the ancient eagle [BAD POETRY]‘: This refers to
the amusing myth about Óðinn who, in the shape of an eagle,
brought the mead of poetry from the giants back to the gods in
Ásgarðr. When he came over that stronghold and was spitting
the mead into containers, Suttungr, the giant who pursued him
(also in the shape of an eagle), was so close that Óðinn inadver -
13 Hér verður að hafa í huga að leir virðist hafa verið hvort heldur er hvorug- eða
karlkyns í fornu máli.
14 Faulkes 1998:5.