Són - 01.01.2010, Page 30
HEIMIR PÁLSSON30
tedly excreted some of the mead from his rear end, and that
became the bad poets’ share of the mead.15
Síðan vísar Gade í útgáfu Faulkes af Gylfaginningu þar sem fylgt er
texta Konungsbókar og arnarleir ekki nefndur, aðeins skáldfífla hlutr.
Og í skáldskap finn ég ekki að arnarleir komi fyrir aftur fyrr en í Guð -
mundardrápu Arngríms Brandssonar og er þá komið fram á fjórtándu
öld. Arngrímur vísar til Eddu með þessari fallegu afsökunarvísu:16
Rædda ek lítt við reglur Eddu
ráðin mín ok kvað ek sem bráðast
vísur þær er vil ek ei hrósa,
verkinn erat sjá mjúkr í kverkum;
stirða hefir ek ár til orða
ekki má af slíku þekkjaz
arnar leir hefig yðr at færa
emka ek fróðr hjá skáldum góðum.
Þrjú dæmi í kveðskap á hálfri þriðju öld. Séu þau tekin alvarlega og
því trúað að þar séu öll kurl komin til grafar virðist mega staðhæfa að
fyrstu vottuðu leirskáld í vesturnorrænum sið hafi verið Árni fjöru -
skeifur og Snorri Sturluson. Síðar verða hins vegar arnarleir og leirskáld
svo hversdagsleg í íslensku máli að enginn virðist taka eftir að orðin
vantar í Eddu, aðalheimildina um þau!
Nú er það þó svo að allt frá útgáfu Rasks (1818) á Eddu hefur verið
neðanmálsgrein sem segir að í U standi arnarleir. Þetta handrit, sem
hefur einkennisstafina DG 11 og er vistað í háskólabókasafninu í
Upp sölum barst eins og fleiri handrit frá Brynjólfi biskupi til Dan -
merkur. Þar hafnaði það hjá vini hans Stephaniusi rektor á Saurum,
og þar var það þegar rektor dó frá snauðu búi. Bækur og handrit voru
seld og er af því ýmisleg saga, en kaupandi að handritakistu var
Magnus Gabriel de la Gardie, auðkýfingur og menningarpostuli í
Svíþjóð og lauk svo að handritið kom í eigu háskólabókasafnsins. Þar
urðu vissulega ýmsir til að nota sér textann, en eiginlega virðast
fræðimönnum hafa fallist hendur þegar þeir gerðu sér grein fyrir hve
afbrigðilegt handritið er. Menn sögðu sem sagt bara: Merkilegt, en
15 SKALD II.2:481.
16 Skj. AII:348–9, normalisering mín.