Són - 01.01.2010, Page 31
FYRSTU LEIRSKÁLDIN 31
ekki nothæft í útgáfur. Finnur Jónsson sagði í formála sínum að Eddu
1931 að þetta væri eitt allra merkilegasta handritið en ýtti því síðan út
af borðinu því það var ógerningur að koma textanum inn í þá ætta -
skrá sem hann vildi. Meira að segja Anthony Faulkes gafst upp á að
skýra DG 11 og stöðu þess í veröldinni.
En nú er að hyggja að því sem stendur á þessum örlagastað í DG
11. Það er svohljóðandi:
Óðinn spýtti miðinum í kerin, en sumum repti hann aptr, er
honum varð nær farit, ok hafa þat skáldfífl ok heitir arnarleir.
En Suttungamjöðr þeir er yrkja kunna.17
Þarna er þá allt í einu komin heimild um orðið arnarleir í prósa frá
upphafi 14. aldar. Það birtist í handriti sem hefur öll einkenni þess að
vera sprottið úr Sturlungaætt. Það inniheldur ættartölu Sturlunga,
Skáldatal þar sem Snorri er með yngstu skáldum, Lögsögumannatal,
sem beinlínis endar með honum. Og nú liggur fyrir að kanna hvort
sennilegt er að skrifari þess handrits hafi bætt inn orðinu arnarleir.
Hvenær varð Edda til?
Þegar Elias Wessén skrifaði formála sinn að ljósprentun Gks 2367
4to, Konungsbókar Snorra-Eddu, árið 1940 dró hann upp afar skáld -
lega mynd af því hvernig Snorri hefði getað séð Eddu fyrir sér. Fyrir
Wessén var það augljóst að Edda væri heildstætt listaverk sem hefði
verið hugsað í einu lagi.18 Þessi skáldsýn varð ráðandi í rannsóknum.
Anne Holtsmark gerði hana að rómantísku ævintýri í formálanum að
Eddu-efni í Nordisk Filologi árið 1950. Það hlýtur hún að hafa gert með
samþykki meðritstjóra síns, Jóns Helgasonar, og þar með var tónninn
gefinn fyrir norræna háskólastúdenta. Lýsing Holtsmark er allt of
löng og ýtarleg til þess að unnt sé að birta hana í heild hér, en í
stuttu máli gengur hún út á að Snorri kom heim frá Noregi 1220 og
hóf skömmu síðar að yrkja Háttatal. Þá skildi hann að enginn myndi
skilja kvæðið nema hann skrifaði skýringarnar (þ.e.a.s. þær sem
fylgja með erindum Háttatals). Og þegar það var búið varð að skrifa
Gylfaginningu til að skýra skýringarnar og loks formálann til að af -
17 Grape et al. 1977:37.
18 Wessén 1940.