Són - 01.01.2010, Page 43
HLÍÐARENDA-EDDA 43
Hundrað rasta
hann er á hverjan veg,
sá er þeim völlr vitaðr.
Í Hlíðarendabók eru síðustu orð vísunnar völlr of vitaðr, skrifarinn
hefur bætt við orðinu ’of‘. Þessar línur eru skýrar og greinilegar í
Ormsbók og þar er engin leið að mislesa ’of ‘ inn í vísuna. Hérna
virðist langlíklegast að sá sem hélt á pennanum hafi kunnað vísuna
með ’of ‘ í. Sú útgáfa er vísast gömul því að vísan er með sama hætti
í Trektarbók. Einnig er svipað að orði komist í Hávamálum; svá er
þeim vílstígr of vitaðr. Notkun fylliorðsins ’of ‘ á undan lýsingarhætti
þátíðar er algeng í fornum kvæðum og hefur sennilega verið regluleg
á elsta stigi norrænu.6
Ef til vill má finna fleiri leshætti af þessum toga ef grannt er leitað.
Þeir tveir sem hér eru sýndir skipta ekki miklu máli fyrir útgáfur á
Eddukvæðum og þó væri rétt að geta þeirra í vönduðum textafræði-
legum útgáfum. En hitt er líka athyglisvert í sjálfu sér að sá sem skrif -
aði Hlíðarenda-Eddu, e.t.v. um 1500, hafi kunnað eitthvað í Eddu -
kvæðunum. Ekki verður vitað hvort sá lærdómur hefur komið úr
bókum eða hvort kvæðin lifðu enn að einhverju leyti í munnlegri
geymd. Það virðist ekkert ósennilegt við seinni möguleikann, til dæm -
is gætu vísur um ragnarök lengi hafa verið fólki minnisstæðar.
HEIMILDIR
AM 242, fol (ljósmyndir á lýðnetinu)
AM 756, 4to (ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar)
Edda Snorra Sturlusonar. Codex Wormianus. Am 242, fol. 1924. [Útg. Finnur
Jónsson]. Kaupmannahöfn.
Edda Snorra Sturlusonar I–III. 1848–1887. [Útg. Sveinbjörn Egilsson, Jón
Sigurðsson og Finnur Jónsson]. Kaupmannahöfn.
Jón Helgason. 1932. Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld. Skírnir
CVI:143–168.
Jón Helgason. 1962. Eddadigte I–III. Kaupmannahöfn.
Kålund, Kristian. 1894. Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling.
Band 2. Kaupmannahöfn.
Kuhn, Hans. 1929. Das Füllwort of-um im Altwestnordischen. Göttingen.
Sverrir Tómasson. 1996. Nýsköpun eða endurtekning. Guðamjöður og
arnarleir. Reykjavík:1–64.
6 Kuhn 1929:36, 70.