Són - 01.01.2010, Síða 65
RÍMUR AF MIRSA-VITRAN 65
horfinn lúr minn Herjans fugl
hjals af múr til sögu stefni.
14
Mín nam rýrast mærðar grein,
Mirsa skýrir efnið kvæða,
þar sem hýr í húsi ein
hjónin dýru saman ræða.
15
„Nú eg meina minnst til fann,
mér ósein upp ganga réði
yndis hreina sól með sann,
sem mér skein af föðurgleði.
16
Sorgleg undur sá eg ný,
salsins hrundi loftið fína,
hjónin undir urðu því,
ævistundir hlutu dvína.
17
Harma skýin heldur fjótt
hyggju býinn yfir sigu;
hvarma nýir skúrir skjótt
við skoðun drýjast hræðilegu.
18
Eg þá viður altarið
andlit niður mitt nú beygði;
böls mér iðu ólagið
út á miðið sorgar fleygði.
19
Grét hástöfum, lengi lá,
lyndið eg ei friðar þáði,
Himna jöfurs þar til þá
þjónninn göfuglegur tjáði:
20
„Standa’ upp, góði maður, mátt
mikla flóðið stemmdu tára.“
fugl Herjans: skáldskapur
múr hjals: raddfærin
skúr hvarma: tár
blys hvarma: augu
öðlingur: konungur
Hlíða góðum gjörði’ eg brátt,
greitt upp stóð með angist sára.
21
Sorgar meinin sefandi
sjónarsteina brá upp tjaldi;
letursgrein á lítandi
las þar hreinu svo á spjaldi:
22
„Skynsemd manns er skammsýn þrátt,
skaðafanns kann síst á giska;
vitund hans þó skal uppskátt.
Skaparans sér best alviska.
23
Föðurland þitt saurgar sig
synda blandi, menn þess gjalda;
hefnd því grandar hræðileg
hátt stígandi glæpir valda.
24
Alvalds dóminn alvísan
allir róma víst og sanna;
börn sín frómu frelsti hann
frá því grómi hörmunganna.“
25
Hvarma eg síðan blysum brá,
böls úr kvíða leystur dróma,
kristals fríðu hvelfing á
konung líða sá inn fróma.
26
Nein ei skeði Niflung þrá,
nákvæmd með eg að nam hyggja;
vænum beði’ inn vitri á
værar réði hvíldir þiggja.
27
Fagra sveina fékk eg séð,
er fældu meina óró sterka,
tólf þar einum öðling með
englar hreinir hans góðverka.