Són - 01.01.2010, Page 66
HÓLMFRÍÐUR INDRIÐADÓTTIR66
28
Mætir dvöldu milding hjá
með vindspjöldum svefninn væran
gjörðu völdum þessir þá
þjóða öldung, flestum kæran.
29
Konungs arfi að kom þar
ei til starfa góðra líkur,
andlits farfa blakkan bar,
beði’ að djarfur föður víkur.
30
Ganginn þræðir fljótur frekt
firrtur gæða sýndist taugum
viðmóts æði viðbjóðslegt,
var sem glæður brynnu’ úr augum.
31
Hann lét svartar höndurnar
hilmis bjarta kerið spenna,
banvæn-artað eitur snar
í óspart þar lætur renna.
32
Svefn við bikar sjóli skýr
svölun mikið girnist varma,
tók sinn bikar, drekkur dýr,
dauðans strikar svo í arma.
33
Buðlungs veldur bani því
að beisk eg felldi tár að vana.
Ein mér seldist sjón á ný
sinnis hrelldur leit á hana.
34
Niflung lýða nýkrýndur
nú út ríða vann ótrauður;
heift með stríða herflokkur
hans vill níða fólk og hauður.
35
Milding sá á móti var
megnið knáa bar í stríði,
orustu stjá til ánauðar
alla þjáir borgarlýði.
36
Öldin móð við odda pín
óðum tróð til helveganna,
fóstur góða fold svo mín
flóði’ í blóði óvinanna.
37
Hinir þá við styrjar stjá
staðnum ná, og föðurbana
eik þeir háa hengdu upp á
Heljar sá í skaut réð flana.
38
Sína fjandmenn festu dvöl
frú á Gandálfs, blóði roðna;
heitt mér blandast hryggðar öl
að horfa’ á land mitt fótum troðna.
39
Gjörðist hjartað gagntekið
gráts við svarta rigning skýja,
angurs svart réð afhroðið
yfrið hart á bjóstið knýja.
40
Þels um grunn ei geisla ber
gleðisunnu ljósið varma,
tárabrunnar tæmdust mér
títt því runnu lækir hvarma.
41
Angurs bað ei af mér raun
er efldi skaðapressan þrönga,
mildingur: konungur
arfi: erfingi, sonur
hilmir: konungur
sjóli: konungur
styr: ófriður
skaut Heljar: dauði
frú Gandálfs: jörð
grunnur þels: hugarfylgsni
lækur hvarma: tár