Són - 01.01.2010, Page 67
RÍMUR AF MIRSA-VITRAN 67
uns eg hraður vakna vann
við fagnaðar yndis söngva.
42
Mig allt kringum heyrði’eg hinn
hófst óringi gleðihljómur,
unaðs klingir ómurinn
eins og syngi margra rómur.
43
Lítt útmálast líkt og var
ljós hvað bálast yndis hlýja,
andarskálann uppljómar
eðlis sálar lífgun nýja.
44
Ört án dvalar eg við brá
eins og svala flugi beinir
kristals salar hvelfing á
hvarma alast logar hreinir.
45
Flöt eg þá mjög fagra sá,
fögur ná þar blómin gróa
tré mjög há og hunang á,
hvurt nam stráið ilma og glóa.
46
Fríað skaða fjörstíðar
fólk aldrað og hópur barna
efldi glaðværð ástsemdar,
allt í baðar rósum þarna.
47
Sanna íðil sælutíð
svipti kvíða lífið fróma,
dansar fríðir lífga lýð,
líka blíðir söngvar hljóma.
48
Frítt án biðar flugla lið,
er fögrum viðar hoppar á greinum,
söngva styður strengja nið
og strauma kliður í lækjum hreinum.
49
Mætan Tarik Tirsu með
tignar rarast skart nam prýða,
fékk eg þar með sanni séð
sælunnar í landi fríða.
50
Ei þeim brjálast ástsemd enn
um þau strjálast ljós með friði,
í laufaskála sátu senn
sem bar prjál af mirtusviði.
51
Hjarta manns allt glaðværð gaf
gleðistans þau engan fundu,
rósafans og fjólum af
fagra kransa sér nú bundu.
52
Kringum hresstu hjónin blíð
hópur sest þar barna valinn,
léku best með blómin fríð
blóma festu um þeirra salinn.
53
Heljargin þann gleypti frí
góða vininn minn Afdalla
sæluskini sá eg í
sveiptan inum dýrsta mjalla.
54
Heiðurs glansa krýndur krans
konung lands míns föður blíða
sviptan vans með söng og dans
sá eg í kransi mætra lýða.
55
Þekkti fróma fleiri eg
feigðardróma reynt er höfðu,
er á sóma sönnum veg
sig nú blóma krönsum vöfðu.
andarskáli: hugur
logi hvarma: augnaráð
Heljargin: dauði
feigðardrómi: dauði