Són - 01.01.2010, Page 68
HÓLMFRÍÐUR INDRIÐADÓTTIR68
56
Gladdi þjóðin sjáleg sig
sín við góðverk fyr iðjandi,
gleymdi móð er stríðs á stig
steypti óðum tárablandi.
57
Vann mér undrun vakna hjá,
vina fundi eftir langar;
breiddi út mundir báðar þá,
blíðu stundir vildi fanga.
58
Hvarf þá sælusjónin skær,
sem mig kælu firrti meina.
En indæla aftur kær
engils mælir raustin hreina:
59
„Dyggðin fyrst sín fullu laun
fær þá gisting heims vill dvína,
metnir lyst að liðinni þraut
ljóss í vist fá menn að skína.
60
Af skammsýni þó að þig
þróttinn dvíni’ og mæði tregi
djörfung sín hún dylji sig
drottins fína’ að lasta vegi.
61
Manns án vafa er viskan treg,
villt um skrafar inn réttvísa,
haltu’ án tafar heim þinn veg,
hans ráðstafan skaltu prísa.“
62
Engils þýða orðaglaum
eg frá síðan náði vakna
sat við fríða fljótsins straum
fylgdar blíða mannsins sakna.
63
Geðs um þey hvort vitran veitt
var eða ei, mér gjörðist vafi,
eða’ um vegi ljóst fékk leitt
ljós úr megin visku hafi.
64
Inn í skála skilnings mér
skært fann sálar rósemd ljóma,
fjörs og mála fagran veg
fögru strjáli yndisblóma.“
65
Mirsa hættir frásögn fríð
flutt í þætti stirðum ljóða.
Þess skal gætt, eg greindum lýð
gjöri’ ei þvætting lengri bjóða.
66
Eðalsteina brík um bað
braga grein svo efnis fína,
veit eg ein hún þiggur það
þó ei reyni fleirum sýna.
67
Oft geðfróa magnar mér
– mikið þó ei skemmti öðrum –
ræðu þróa Þunds við ker
og þanka sljóu hreyfa fjöðrum.
68
Dreifist prýði dyggða hljóms
dæmin fríð þá öðlast hrósið,
kenning blíða kristindóms
kveiki lýðum besta ljósið.
69
Skemmtan vakist geti góð
greini’ eg saklaust það að róma,
engum baka mun nú móð
minn þó kvaki fuglinn Óma.
þeyr geðs: hugsun
skáli skilnings: hugsun
brík eðalsteina: kona
ker Þunds: skáldskapur
fjöður þanka: hugsun
fugl Óma: skáldskapur