Són - 01.01.2010, Síða 71
Þórður Helgason
Thekla leggur land undir fót
Árið 1799 lýkur þýska skáldið Friedrich Schiller við verk sitt Wallen -
stein „Ein dramatische Gedicht“, gríðarlangan þríleik, Wallensteins
Lager, Die Piccolomini og Wallensteins Tod, sem vegna lengdar hefur
sjaldn ar en vera skyldi verið settur á svið en borið þó orðstír höf -
undar víða um lönd.
Í verkinu segir frá A.W. E. von Wallenstein (1584–1634), herstjóra
yfir her hins heilaga rómverska ríkis í Þrjátíu ára stríðinu. Hann var
ákaflega sigursæll í orrustum, svo mjög að Ferdinant 2. keisara ógn -
uðu vinsældir hans og sigurganga og grunaði hann um að undirbúa
valdarán og leysti hann því frá störfum. Þegar seig á ógæfuhliðina í
stríðsrekstrinum var Wallenstein enn kallaður til og sigurganga hans
hófst að nýju. Enn lá hann þó undir grun um svik og lauk svo að
hann var myrtur ásamt dyggustu herforingjum sínum. Þrátt fyrir
þessa sagnfræðilegu umgjörð er öldungis ljóst að Schiller eru efst í
huga þjáningar þeirra sem ekki eiga beinan þátt í stríði, kvenna,
barna, foreldra, elskenda og vina.
Thekla er dóttir Wallensteins, ástfangin af Max Piccolomini, syni
Ottarios sem situr á svikráðum við Wallenstein. Max dáir Wallen -
stein og elskar Theklu en vill að vonum vera trúr föður sínum. Hann
er þannig milli steins og sleggju en að lokum berst hann fyrir keisar -
ann og fellur. Thekla fer að dæmi formæðra sinna margra og springur
úr harmi. Verk Schillers er þannig hárómantískt; stórbrotnar tilfinn -
ingar leysast úr læðingi, hetjur blómstra, þjóðernisátök koma við sögu
og svo mætti lengi telja.
Thekla
Í Die Piccolomini, 3. hluta, 7. atriði, er þessi sena, þar sem Thekla spilar
og syngur er hún hefur misst ástvin sinn:1
1 Schiller (1969:115–116).