Són - 01.01.2010, Page 72
ÞÓRÐUR HELGASON72
Der Eichwald brauset, die Wolken ziehn,
Das Mägdlein wandelt an Ufers Grün,
Es bricht sich die Welle mit Macht, mit Macht,
Und singt hinaus in die finstre Nacht,
Das Auge von Weinen getrübet.
Das Herz ist gestorben, die Welt ist leer,
Und weiter gibt dem Wunsche nichts mehr.
Du Heilige, rufe dein Kind zurük,
Ich habe genossen das irdische Glück,
Ich habe gelebt und gelieb t.
Hátturinn
Fimm lína háttur Shillers geymir fjóra bragliði í fjórum línum en fær
einkenni sitt fyrst og fremst með þriggja kveða lokalínunni sem ekki
rímar við hinar línurnar og eins og bindur enda á hugsunina, rýfur
væntingar þess er les (hlustar) og stendur ein og áberandi án stuðn-
ings. Síðast en ekki síst sker hún sig úr með því að enda á tvílið þar
sem hinar fjórar ríma á stýfðum lið. Fimmta línan ber því megin -
áherslu og undirstrikar þannig betur stemningu, eða rödd, ljóðsins.
Hrynjandi hátt arins er ójöfn þar sem skiptast á tví- og þríliðir, en for-
liðir eru í hverju vísuorði. Lokalínurnar tengjast með rími sem bindur
heildina saman.
Það vekur furðu að þessa háttar sést hvergi staður í ljóðagerð
Norðurlandanna utan Íslands, a.m.k. getur Hallvard Lie hans ekki í
sínu mikla verki um norræna bragarhætti.
Hátturinn berst til Íslands
Bjarni Thorarensen flytur Íslendingum þennan hátt í þýðingu sinni á
þessum sorgaróði Theklu sem hann kallar „Der Eichwald brauset
(eptir Schiller)“. Þýðingin virðist Jóni Helgasyni vera frá því snemma
á skáldferli Bjarna.2 Þýðing Bjarna er löskuð í handriti, þannig að
talsvert vantar í fyrra erindið Hér á eftir fer seinna erindið:3
Tómur er heimur, en hjarta mitt dautt,
í hönum að girnast ei framar er neitt,
2 Jón Helgason. (1935:101).
3 Bjarni Thorarensen (1935:91).