Són - 01.01.2010, Page 73
THEKLA LEGGUR LAND UNDIR FÓT 73
þú heilög! því barnið þitt heimta í vist,
eg hefi nú veraldar lukkuna gist,
því eg hefi elskað og lifað.
Svo sem hér sést er þýðing Bjarna reglulegri en ljóð Schillers í því að
þríliðir eru einráðir. Rómantísku skáldin úti í Evrópu höfðu mörg
hver snúist gegn hinni reglulegu hrynjandi og valið sér gjarna bland -
aða hrynjandi og reyndu með því að forðast hina einhæfu sönglandi
rödd sem regluleg hrynjandi ljóðanna bar gjarna með sér. Fafner telur
þetta vera eitt þriggja megineinkenna rómantísku stefnunnar hvað
form varðar er hún brýst undan klassískum formum. „En frigörelse
af verset fra de strenge gangarters herredömme – man kan nu slentre
i stedet for at marchere – …“4
Hins vegar setur Bjarni sína forliði frjálslega og eftir atvikum og
ekki lætur hann lokaorð erindanna tveggja ríma. Fyrra erindið endar
á línunni „[og] hvarmaregn hrynur af augum.“ Meiri þunga setur
Bjarni ljóslega á síðustu línuna með því að hafa hana inndregna. Vart
telst það síðan gott að ríma saman í hálfrími dautt og neitt. Vera kann
að Bjarni hafi alls ekki ætlað þessu verki að koma fyrir augu lesenda
að sinni.
Kötlukvísl og Geir Vídalín
Bjarni Thorarensen beitir sama hætti síðar, um áramót 1823–24, í
ljóðinu „Kötlukvísl“, tólf erinda ljóði, og fer nú nær hætti Schillers að
því leyti að nú ríma saman lokalínur tvær og tvær, sex rímpör, en
lætur sig forliði litlu varða sem fyrr og setur frjálslega. Hátturinn er
eins og í þýðingu hans á sorgaróði Theklu alveg reglulegur þríliða -
háttur.
Bjarni geri hér að yrkisefni sínu Kötlugosið árið 1823 er þrír menn
drukknuðu í vatnavöxtum af völdum þess. Ljóð Bjarna er öðrum
þræði eins konar erfiljóð eftir Þórarin Öefiord, sem var settur sýslu -
maður beggja Skaftafellssýslna, ungan að árum, náfrænda Bjarna sem
auk þess var kvæntur systur hans. Tvö lokaerindin fara hér á eftir:5
Með Þórarni Öefiord í unnir þar hné
atgjörvi og ráðvendni jafnan í té,
4 Fafner (2000:35).
5 Bjarni Thorarensen (1935:129).