Són - 01.01.2010, Page 74
ÞÓRÐUR HELGASON74
aldurtjón snillingur ungur þar beið,
en alséðan fósturjörð skaða þar leið –
Sá helzt til var harmurinn þungur!
Forðastu að ríða þann feigðar um sand,
í fjallinu Katla, og ætlar þér grand,
kaldhlátur dauða þar gellur í gjá,
en grátandi Skaptafells landvættir tjá
„Æ hví dó hann Öefiord svo ungur“!
Síðasta ljóðlínan birtir spurningu hinna huldu verndarvætta landsins
sem undrast þau örlög er bestu menn landsins fá ekki að lifa þjóð
sinni til gagns.
Jón Helgason bendir á að Sveinn Pálsson læknir hafi svarað þessari
spurningu með tveimur vísum, og þær birtir hann – og Sveinn beitir
náttúrlega sama hætti; hreinum þríliðahætti þar sem frjálslega er farið
með forliði, en rímar þó ekki lokalínurnar:6
Gegndi því duna frá Öræfa ás:
Vér ætlum sú muni hér forlaga rás,
að stjórnsemi lengi ei festi sinn fót
unz fremur á mörgu sé ráðin fyrst bót,
og því dó hann Öefiord svo ungur.
Bregður upp röddum úr ýmisri átt,
eldfjalla tindar þeim bergmála hátt,
er sem að hrikti í alheimsins grind,
en innanum þetta má heyra sem vind:
„Ó! látum oss halda burt héðan.“
Þess má og geta að Bjarni Thorarensen orti annað erfiljóð eftir þenn -
an frænda sinn og mág. Það er saknaðarstef undir dróttkvæðum
hætti:7
Viður var mér áður
vaxinn fríður að síðu,
vestan eg varði hann gusti,
varði hann mig austanblástrum,
6 Jón Helgason (1935:141–142).
7 Bjarni Thorarensen (1935:126).