Són - 01.01.2010, Page 75
THEKLA LEGGUR LAND UNDIR FÓT 75
vatnsflóð hann rætti frá rótum,
ráð eru færri en áður,
skjól þó samt ekkert skýli
skal ei vind hræðast svalan.
Og enn, stuttu eftir að Bjarni ljóðar eftir Þórarin, verður honum
dauði annars manns yrkisefni, Geirs biskups Vídalín. Ljóðið er
„Vorvísa við leiði Geirs biskups Vídalíns“. Enn beitir hann hættinum
sem hann nam af Schiller. Ljóðið er fjögur erindi, að mestu reglu -
bundið með þríliða hrynjandi, en forliðum frjálslega skipað. Loka -
línurnar dregur Bjarni inn sem fyrr en fórnar nú rími lokalínanna.
Hér er síðasta erindi ljóðsins:8
Svo er nú í vor, og svo verður hvört vor,
og viljir þú rekja að leiði því spor,
að syrgja Geir biskup, þú gjöra það mátt
að gráta hann liðinn, en þó ekki hátt,
hann þoldi’ aldrei heyra neinn gráta!
Jónas Hallgrímsson – Meyjargrátur
Árið 1843 birtist í Fjölni þýðing Jónasar Hallgrímssonar á ljóði
Schillers „Des Mädchens Klage“. Schiller hefur nú tekið erindin tvö,
sem Thekla flutti í Wallenstein, breytt þeim lítillega og bætt við
öðrum tveimur, samið sjálfstætt verk og gefið því nafn. Þannig hljóðar
nú harmljóð Theklu en í kjölfar þess er þýðing Jónasar birt:9
Des Mädchens Klage
Der Eichwald brauset, die Wolken ziehn
Das Mägdlein sitzet an Ufers Grün,
Es bricht sich die Welle mit Macht, mit Macht,
Und sie seufzt hinaus in die finstre Nacht,
Das Auge von Weinen getrübet.
„Das Herz ist gestorben, die Welt ist leer,
Und weiter gibst sie dem Wunsche nichts mehr.
8 Bjarni Thoroddsen (1935:133–134).
9 Schiller (1953:135); Jónas Hallgrímsson (1989a:68–69).