Són - 01.01.2010, Síða 77
THEKLA LEGGUR LAND UNDIR FÓT 77
Þessa nýju þýðingu les Jónas upp á fundi Fjölnismanna ásamt „Dag -
rúnarharmi“ og „Alheimsvíðáttunni“, einnig eftir Schiller, en tekur
fram um „Meyjargrát“ að hann hafi breytt hætti Schillers nokkuð „að
hætti Bjarna Amtmanns“10 og hlýtur þá að eiga við að hátturinn sé
ekki eins hvað varðar hrynjandi og forliði.
Áður hafði Jónas birt þýðingu sama kvæðis, og þá í „Grasaferð“ –
og tengt merkilegu samtali systkinanna í sögunni um fagurfræði.
Dreng urinn í sögunni, sá sem hún er lögð í munn, segist hafa ort tvö
ljóð en snúið öðrum tveimur og nú fýsir hann að leggja skáldskap
sinn undir dóm systur sinnar. Það eru vandamál þýðandans sem hér
skipta máli. Drengurinn sýnir systur sinni ljóð sem hann segist hafa
snúið úr dönsku og notað til þess fornyrðislag, hátt sem nokkur hefð
var komin á að þýða undir. Systurinni líst ekki á tiltækið: „„Ég þekki
þessar vísur,“ sagði systir mín, „en þeim er ekki vel snúið, þú hefðir
ekki átt að hafa fornyrðislagið og …““11
Drengurinn tekur þessum dómi illa og fullyrðir að hefði hann beitt
frumhættinum hefði verr farið. Systirin er viss í sinni sök og telur að
leikinn maður geti haldið í senn bæði efni og upprunalegu formi;
þegar snúið sé í annan bragarhátt muni ljóðið fá annan blæ. Strákur
þylur henni þá þýðingu á ljóði Schillers – og sannast þá að systirin
hefur þýtt það en vill ekki að það komist í hámæli enda ekki prýði á
kvenfólki að fást við slíka iðju! Hér er þýðing systurinnar, eða Jónas -
ar, til samanburðar við lokagerðina:12
Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský –
döpur situr smámey hvamminum í;
bylgjurnar falla svo ótt, svo ótt;
öndinni varpar á koldimmunótt
brjóstið af grátekka bifað.
„Heimur er tómur og hjartað, það deyr;
hvergi finnst neitt að eg æski þess meir.
Heilaga! kalla mig heim, ég er þreytt,
hef eg þess notið sem jörðin fær veitt,
því eg hefi elskað og lifað.“
10 Páll Valsson (2001:380).
11 Jónas Hallgrímsson (1989a:291).
12 Jónas Hallgrímsson (1989a:292–293).