Són - 01.01.2010, Page 81
THEKLA LEGGUR LAND UNDIR FÓT 81
Tengslin við Jónas leyna sér ekki svo sem upphafserindið ber með
sér:18
Hver er hinn litli sem flöktandi fer?
fitlaus, úr átthögum villtur hann er,
hyldjúpan sjóinn að athvarfi á,
ekkert sér land fyrir sármædda brá
og dauðþreyttur vængjunum veifar.
Jón heldur þríliðunum eftir fyrirmyndinni en lætur forliðina falla eftir
því sem við á. Hins vegar sleppir hann rími lokalínanna með öllu.
Raunar má segja að þetta ljóð Jóns tengist tveimur ljóðum Jónasar.
„Óhræsið“ er að minnsta kosti skammt undan.
Það þarf ekki að koma á óvart að háttur, sem svo mjög er tengdur
trega og sterkum tilfinningum, verði kjörinn vettvangur erfiljóða og
annarra ljóða sem ort eru eftir fólk. Árið 1851 missa þau hjónin sr.
Eiríkur Kúld og Þuríður Sveinbjarnardóttir í Flatey ungan son sinn.
Jón Thoroddsen tekur þátt í harmi móðurinnar í ljóðinu „Til Þuríðar
Sveinbjarnardóttur“. Skáldið lætur hina harmi slegnu móður eiga
orðið í fyrstu tveimur erindunum:19
„Hjarta mitt titrar, það harmurinn sker,
horfinn er ástkæri sonurinn mér,
sá sem til unaðs mér alfaðir gaf
eilífu miskunnar gnægðinni af,
liggur í kistunni liðinn.“
„Sá eg hinn fegursta blikna, sem blað
á blómstilk, sem frosta er snortinn af nað,
bað eg minn drottin að frelsa hans fjör,
en flúið er lífið af nábleikri vör
nú sem að kyssi eg kalda.“
Ljóðinu lýkur á huggun í harmi:
Og þegar húmar um haga og fjöll,
en himnanna smáblysin kveikt eru öll,
18 Jón Thoroddsen (1919:127).
19 Jón Thoroddsen (1919:214).