Són - 01.01.2010, Page 82
ÞÓRÐUR HELGASON82
á ljósskýi engillinn líður, og sér
landið hið flata, og blíðlega tér:
„móðir, þú mátt ekki gráta!“
Sama ár yrkir Jón ljóðið „Helga Ragnhildur Kúld“, erfiljóð eftir unga
stúlku, dóttur þeirra Eiríks og Þuríðar sem nú hafa misst tvö börn
sama árið. Ljóðið er ort undir fornyrðislagi að öðru leyti en því að
lokaerindið er undir Schillershættinum:20
Blómið nú sefur í blíðhöfga reit,
af beljandi stormum og kólgu ei veit,
þá alfaðir kallar, en hret dvína hörð
og hverfandi tími á nýskaptri jörð,
eilífðar vorblær það vekur.
Svo sem sjá má víkur Jón ekki frá hinni þríliða hrynjandi, en lætur sig
lítt varða forliði og lokalínurnar í fyrra ljóðinu ríma ekki.
Eftirtektarvert er að þessi tvö erfiljóð fjalla um börn og tengjast
bæði hinu kvenlega, sorg móður og dauða stúlkubarns. Má þar
vafalítið kenna „Móðurást“ Jónasar.
Steingrímur Thorsteinsson
Steingrímur Thorsteinsson beitir hættinum aðeins einu sinni, í ljóðinu
„Björk“. Ljóðið er fjögur erindi og minnir í því á „Meyjargrát“.
Ljóðið er reglulegt í þríliða hrynjandi og rími lokalínanna haldið.
Forliðir setja mark sitt á ljóð Steingríms.
Ljóðið greinir frá örlögum bjarkarinnar sem nýtur um skeið
sumars, sólar og fuglasöngs í greinum sínum og gleður skáldið:21
Björkin mín væna, í vatninu blá
Á vormorgni fögrum þig speglast eg sá,
Þá dögglitir fuglar á glitrandi grein
Gólu mót sólu, en í austrinu skein, –
Þá blíða mig dagdrauma dreymdi.
20 Jón Thoroddsen (1919:161).
21 Steingrímur Thorsteinsson (1958:34).